Nú styttist í að æfingar fari að hefjast

Jæja góðir iðkendur nú styttist í að tímabilið fari af stað. Nú er allur undirbúningur á fullu og stefnt að því að byrja æfingar þriðudaginn 1. sept. nánar um það síðar. Verið er að leggja lokahönd á vetrardagskránna í samráði við ÍHÍ og hin félögin, og Josh og Sara eru að setja saman æfingatöflu vetrarins. Við stefnum á að fjölga í hokkínu í vetur svo verið nú dugleg að hvetja vini og vandamenn til að koma og prófa hvort sportið hentar þeim. Kvenna vikan í sumar-hokkískólanum er búin og tókst afburða vel og þátttakendur mjög ánægðir og nú er í gangi vika fyrir 12 ára og yngri og sé ég ekki betur en gamanið og skemmtunin séu í hæstu hæðum (O:     Varðandi skápana þá eiga þeir sem voru með skápa í fyrra forleigu-rétt, en umsjón með skápunum er í höndum Reynis í reynir@sasport.is eða 6604888.  Meira þegar nær líður og hlutirnir verða komnir betur á hreint.

Umfjöllun um æfingabúðirnar á N4

Umfjöllun um listhlaupa- og hokkíæfingabúðirnar verða á N4 í kvöld kl:18:15 og svo á klukkustundar fresti til morguns. Á morgun má svo sjá umfjöllunina á http://n4.is/tube/

Nýr formaður

Frá og með deginum í dag mun Jóhanna láta af störfum í stjórn Listhlaupadeildarinnar. Hilda Jana mun taka við og starfa sem formaður út veturinn. Jóhönnu eru þökkuð vel unnin störf í þágu deildarinnar, sem þó er ekki lokið því hún mun taka við sem mótstjóri veturinn 2009-2010.

 

 

Skautaskóli fyrir börn

Skautaskóli fyrir börn verður haldinn dagana 10.-21. ágúst fyrir börn fædd 2005 og fyrr. Mán. Mið og Fim. kl:17-18. Skólinn hentar bæði börnum sem hafa enga og nokkra reynslu. Námskeiðið kostar 4000.- (annað systkyn 2000.- þriðja systkyn og fleiri frítt) Námskeiðið er niðurgreitt af Velferðarsjóði barna. Skráning á netfangið skautar@gmail.com Allar nánari upplýsingar í s. 864-7415. Vanir þjálfarar sjá um námskeiðið.

Vonumst til þess að sjá sem flesta

Matseðill fyrir æfingabúðirnar

Hér má sjá matseðilinn fyrir æfingabúðirnar. Fyrirtæki í bænum gefa börnunum mat í æfingabúðunum og þökkum við kærlega fyrir stuðninginn. Þau fyrirtæki sem styrkja búðirnar með mat eru: Strikið, Bautinn, Greifinn, Jón Sprettur, Norðlenska, Friðrik V, Hótel KEA, Vífilfell, Nettó og ísbúð Brynju. Takk fyrir stuðninginn!

MEISTARAFLOKKSMENN ATHUGIÐ!!!!!

þAÐ Á AÐ SKAUTA Í KVÖLD KL 20:00!!!

ALLIR AÐ MÆTA!

KLEINU OG KERTA PENINGUR

Þeir sem eiga hjá mér pening eru beðnir að hafa samband strax og nálgast sinn pening.  KERTI:  Daníela, Urður Ylfa, Birna Pétursd., Elísa Ósk, Elva Hrund, Helga Jóhannsd. Karen Björk, Elsa Björg, Ásdís Rós, Snjólaug Vala, Elva Karítas, Berghildur, og Saga Snorrad.,,,  KLEINUR: Sara Júlía, Hrafnhildur Lára, Lóa Aðalheiður,,,

kv. Allý , 8955804 - allyha@simnet.is

Jæja þá fer það að styttast....

Hérna er linkur á smá góðgæti fyrir þá sem ekki geta beðið eftir að komast á ís...

UMFÍ og æfingar

Hér eru upplýsingar varðandi UMFÍ á föstudaginn og æfingar næstu daga!

Æfing á miðvikudag og frí á fimmtudag

Afísæfing verður á miðvikudag milli kl. 17 og 18, mæting við skautahöllina. Það verður frí á fimmtudaginn.