PAPPÍR V/ ÆFINGABÚÐA

Þeir sem hafa hug á að selja pappír sem fjáröflun fyrir skautaæfingabúðirnar í sumar eru beðnir að hafa samband við mig sem fyrst, ÞAÐ Á AÐ TALA VIÐ MIG ÁÐUR EN PAPPÍR ER SÓTTUR, síðasti dagur til að fá pappír er 28. mai. ÞAÐ VERÐUR ENGINN PAPPÍR 'I JÚNÍ OG JÚLÍ þá erum við í sumarfríi.. Það er hægt að senda á mig mail,  sms eða hringja.

Allý, allyha@simnet.is, 8955804

Kjarnaskógur :-)

Þriðjudaginn 19. maí verður þrektíminn hjá Hóffu í Kjarnaskógi.

Allir flokkkar þ.e. 4.5.6.og 7.hópur (allir sem eru í þrekinu) mæta saman kl.16:30.  Við hittumst við Þjónustuhúsið (þar sem klósettin eru!), skokkum og leikum okkur.  Það er alveg tilvalið að hjóla út í Kjarna og svo aftur heim á eftir.(muna eftir hjálminum!!)

Hafið með ykkur vatn í brúsa.

Hlakka til að sjá ykkur :-)

kv. Hóffa s:868-0738

Sumarþrek hjá Hóffu!!

Tíminn á næsta fimmtudag. 14. maí.

Á fimmtudaginn ætlum við að taka æfingu í sundlaug Akureyrar.

4. og 5. hópur mætir kl. 15:30 og 6. og 7. hópur kl. 16:30.

Við tökum nokkrar góðar sundæfingar og leikum okkur svo á eftir og förum í sólbað :-)

Ath: þið þurfið ekki að borga ofan í laugina. en byrja á að hitta mig í anddyrinu.

kv. Hóffa

ÖNNUR Í KLEINUSTEIKINGU

Við ætlum að endurtaka kleinusteikingu og sölu þann 24 maí í Oddeyrarskóla kl 8 árdægus.

Það gekk alveg frábærlega síðustu helgi að steikja og selja og fengu færri að kaupa kleinur en vildu.

Við viljum einnig minna á allur ágóði af sölu kleinanna verður eyrnamerktur þeim börnum sem taka þátt eða einhver fyrir þeirra hönd.

Kveðja Stjórnin

Kleinusteiking og sala

Kleinusteikingin verður í Oddeyrarskóla, sunnudaginn kemur kl 8:00.

Börnin þurfa ekki að mæta fyrr en um 9:30 til að pakka, síðan verður farið út um bæ og seldar nýbakaðar gómsætar kleinur.

Vinsamlegast komið með kleinujárn og stóran pott ef þið eigið eða getið fengið lánað.

Það verður tilbúið deig á staðnum, þarf bara að fletja, skera og steikja:) 

Mætum hress

Stjórnin

AÐALFUNDUR LISTHLAUPADEILDARINNAR OG FORELDRAFÉLAGSINS

Aðalfundur Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar 7.mai 2009

Fundarherbergi Skautafélagsins í Skautahöllinni kl 20:00

Dagskrá fundar:

1.Skýrsla stjórnar

2.Kosning í stjórn

3.Önnur mál

Allir velkomnir

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Aðalfundur Foreldrafélags Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar

7. maí 2009

Fundarherbergi Skautafélagsins í Skautahöllinni kl 20.30 
 

Dagskrá fundar:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Skýrsla gjaldkera
  3. Kynning/kjör á nýrri stjórn
  4. Önnur mál; Reglur vegna styrkja/umsóknir um styrk.

Aðalfundur Skautafélagsins

Aðalfundur Skautafélags Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 14. maí nk. kl. 20:00 í skautahöllinni.  Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Reikningar SA fyrir árið 2008
  3. Kosning formanns
  4. Kosning stjórnar
  5. Lagabreytingar
  6. Önnur mál
  7. Allir félagsmenn velkomnir.  Heitt verður á könnunni.

Stjórnin.

KLEINUSTEIKING

Jæja nú ætlum við að kíla á kleinusteikingu næstu helgi. Þeir sem gátu ekki tekið þátt í áheitasöfnun fyrir maraþonið geta komið og steikt með okkur en auðvitað meiga allir koma sem vilja.

Staður og stund er ekki alveg ákveðinn en við munum senda út póst til allra með frakari upplýsingum.

Við vonumst til að sem flestir mæti, með því lækkum við kostað við skautabúðirnar.

 Með kveðju

Stjórnin

SKAUTABUXUR Í ÓSKILUM

Á sunnudaginn eftir maraþonið fóru skautabuxur nr. 8 - 10 óvart í tösku Guggu, ef einhver í 5. hóp  telur sig eiga þær  er hægt að hringja í Ingu , mömmu Guggu, í síma 8692406....

Voræfingar hjá 4. - 7. hóp og sumaræfingaplan fyrir 5. - 7. hóp

Í gær sunnudaginn 3. maí notaði Helga Margrét yfirþjálfari tækifærið og hitti flesta iðkendur í A og B keppnisflokkum meðan á marþoninu stóð. Rætt var um sumaræfingar, vornámskeiðið hjá Hóffu og sumaræfingaplan afhent. Nokkrir A og B iðkendur voru ekki mættir og eru þeir beðnir um að hafa samband við Helgu Margréti annað hvort í síma eða e-maili svo þeir geti fengið sumaræfingaplanið afhent og smá leiðbeiningar. Minnum á að á morgun þriðjudaginn 5. maí hefst vornámskeið hjá Hóffu fyrir 4. - 7. hóp. Sjá frétt neðar. Mikilvægt er að mæta vel í þessa tíma hjá Hóffu því námskeiðið er liður í kennslu á sumaræfingarplaninu og gott tækifæri til að halda sér í formi og fá góðar leiðbeiningar.