Morgunæfingin á fimmtudag fellur niður!

Næsta fimmtudag eða þann 26. mars verðum við því miður að fella niður morgunæfinguna milli 6:30 og 7:15 hjá 5. 6. og 7. hóp. Munið samt eftir aukaæfingunum um kvöldið! :)

Æfingabúðir ÍSS í Reykjavík - umsóknarfrestur að renna út!

Enn er tími til að skrá sig í skautabúðir ÍSS sem haldnar verða í Reykjavík í júní - umsóknarfrestur rennur út 1. apríl!!!. Helga Margrét, yfirþjálfari, mælir eindregið með því að allir sem sjái sér fært að fara í búðirnar drífi sig. Sérstaklega þar sem í búðnum verður að hennar mati mjög fær þjálfari sem heitir Olga Baranova. Auk þess að lengja skautatímabilið eins og hægt er til að vera samkeppnishæf við önnur félög. Sjá í lesa meira.

Akureyrarmót 29. mars - Dregið í keppnisröð-

Mynni á að dregið verður í keppnisröð fyrir Akureyrarmótið í félagsherbergi Skautahallarinnar þriðjudaginn 24. mars kl 18:30

 Hulda Björg

Tap í fyrsta leik í úrslitum

SA tapaði 5:6 fyrir SR í gærkvöldi. Sjá umfjöllun http://ihi.is/?webID=1&i=2&a=read_artical&id=2632

Point dansstúíó

 

 

Point dansstúíó eru í páskafríi frá 5. til 18 apríl og taka sér frí frá skauta kennslunni einnig.
Þetta eru þá 2 tímar sem falla niður, 9. og 16. apríl.

1 leikur í úrslitum í dag kl 17:00

Já gott fólk stundin er runnin upp. 1 leikur í úrslitum hefst í dag kl 17:00. S.A. menn hafa verið að æfa af krafti síðustu daga bæði andlega og líkamlega, og bíða leikmenn spenntir eftir að fá að taka á s.r.-ingum. Ekki eru nein meiðsli að hrjá S.A. en þeir munu spila án Rúnars A.k.a Lurkurinn, A.k.a Rúnar Eff, en nóg er af leikmönnum til að fylla í skarðið. Ekki er vitað annað en að s.r. mætir með sitt lið.....nóg um það.

Við hvetjum ALLA að MÆTA og styðja sitt lið.

ÁFRAM S.A. !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

LÍTILL BANGSI

Enn er í óskilum eftir síðustu Reykjavíkur ferð lítill ljós bangsi í rauðum fötum, þú sem fékst hann á svellið ert beðin að ná í hann til mín ef þú villt hann..

KV.  Allý, s- 8955804

Bautamót dagskrá, dómarar

Hér má sjá dagskránna og dómara.

Akureyrarmót 29. mars - Dregið í keppnisröð-

Dregið  verður um keppnisröð fyrir Akureyrarmótið þriðjudaginn 24. mars kl 18:30  í félagsherbergi Skautahallarinnar.

Hvetjum alla keppendur til að koma og draga.

Mótstjóri.

Akureyrarmót 29. mars - Drög að tímatöflu-

Sunnudaginn 29. mars nk verður haldið Akureyrarmót í Listhlaupi á skautum. 62 keppendur í keppnisflokkum A, B og C eru skráðir á mótið. Undir lesa meira má sjá drög að tímatöflu mótsins.