09.03.2009
U18 Landsliðið var rétt í þessu að pakka saman Búlgaríu 11-0. Egill Þormóðsson var greinilega mjög heitur en hann setti 5 kvikindi. Næsti leikur liðsins er gegn Írlandi og er á morgun. Hægt er að fylgjast með leiknum LIVE hér á þessum tengli.
http://www.iihf.com/channels0809/wm18-iiib/statistics.html
09.03.2009
Í valmyndinni til vinstri neðst eru nú komnar inn smá upplýsingar varðandi einkatíma.
08.03.2009
Við viljum óska öllum keppendum Vinamótsins til hamingju með árangurinn. Við viljum líka minna keppendur á hefðbundinn frídag daginn eftir mót, þ.e.a.s. það er frí hjá keppendum mótsins á morgun mánudaginn 9. mars.
08.03.2009
Helgina 7.-8. mars var haldið mót fyrir C-keppendur fá SA, SR og Birninum. Keppendur á mótinu voru alls 74 og tókst það mjög vel. Undir lesa meira má sjá úrslit mótsins.
05.03.2009
Það eru komnar inn myndir frá grímubúningaæfingu hjá 5. 6. og 7. hóp :)
04.03.2009
Viljum minna á kjólaleiguna eða kjólasöluna. Þið getið haft samband við Þórhöllu í s. 462-5733 / 868-9214 hún hefur nokkra kjóla hjá sér nú þegar.
Foreldrafélagið.
04.03.2009
Á morgun fimmtudaginn 5. mars fellur niður morguntíminn hjá 5. 6. og 7. hóp. Þessi vika verður tekin rólega hjá þessum krökkum en frá og með næstu viku verður nær eingöngu farið að vinna í atriðum fyrir næsta keppnistímabil og basic test (grunnpróf ÍSS). Þeir sem þurfa ný prógröm fyrir næsta tímabil fá að vita það hjá Helgu þjálfara á næstu dögum, þá er mikilvægt að fara að leita að nýrri tónlist strax.