Fyrri leik Mfl. liðanna var að ljúka

SA vann fyrri leik helgarinnar gegn SR 11 - 4.  Góóóóðir SA !!!!!!!!

Tveir Mfl. leikir og einn 3.fl leikur um helgina á Akureyri

Loksins leikir á Akureyri. Um næstu helgi koma SRingar norður með Meistaraflokk og 3.flokk. Meistaraflokkarnir mætast á föstudagskvöldið kl. 22,00 og á seinnipart laugardagsins kl. 18,00. 3.flokkarnir spila svo strax á eftir Mfl. leiknum á laugardagskvöldið. Það er því nóg um að vera fyrir hokkíaðdáendur um helgina og nú er um að gera að fjölmenna og hvetja sitt lið.   ÁFRAM SA !!!!!!!

5. 6. og 7. hópur

Morguntíminn í fyrramálið fellur niður!

Karlalandsliðið

Nú hefur Richard valið hópinn sem heldur utan til Serbíu í april. Gaman er að geta til þess að S.A. á 10 leikmenn í hópnum.

Öskudagsnammiævintýrið að hefjast

Öskudagsævintýrið er að hefjast. Iðkendur og/eða foreldrar og forráðamenn iðkenda, sérstaklega í 3.-7. hóp eru hvattir til að aðstoða eftir mætti. Hér má sjá skiptinguna á því hvenær hóparnir pakka, í fyrstu atrennu. Þetta tekur rúmlega viku allt í allt.

Skautabúðir í RVK í sumar

Stjórn ÍSS kannar nú hvort grundvöllur sé til þess að halda æfingabúðir í Reykjavík á tímabilinu 1-20. júní. Tekið verður við skráningum til og með 28. febrúar 2009. Sjá nánar á skautasamband.is og þar má finna skráningarblöð.

ATH. Stefnt er á að halda æfingabúðir á Akureyri síðustu 3-4 vikurnar í ágúst - svipað og í fyrra.

6-7 flokksmótið í Egilshöll er einn dagur !

Björninn sigurvegari í Old Boys mótinu.

Námskeið á næstunni hjá ÍSÍ

Nú eru að fara í gang þjálfaranámskeið  hjá ÍSÍ, sjá nánar hér.

Breyttar æfingar á meðan Helga er í Svíþjóð

Helga Margrét yfirþjálfari er farin til Svíþjóðar ásamt Helgu Jóhannsdóttur, sem keppir fyrir hönd Íslands á Norðurlandamótinu í ár. Vegna þessa verða ýmsar breytingar á æfingum í vikunni. Við reynum þó allt sem hægt er til að fella ekki niður æfingar, nema morguntímann á fimmtudaginn og opna tímann á sunnudagsmorgunn, komumst við ekki hjá því að fella niður. Sumir eldri iðkendur fá tækifæri til að skipuleggja eina æfingu og er mikil stemming fyrir því. Starfsmaður verður í höllinni á þessum tíma og ber ábyrgð á börnunum, en þær sjá um æfingarnar sjálfar.