Fundur fyrir A & B fimmtudagskvöld 19. feb

Foreldrafundur verður fimmtudagskvöldið 19. febrúar klukkan 20 í skautahöllinni á Akureyri í fundarherberginu sem er í skautahöllinni, um fyrirkomulag keppnisferðar á Barna- og unglingamót í Reykjavík, sem fram fer helgina 27. febrúar til 1. mars.

Myndir frá leik SA-SR 13. og 14. feb

 Hægt að skoða þær hér föstudag og hér laugardag.

Nammi pökkun á morgunn miðvikudag.

Nú höldum við áfram að pakka og reynum að klára. 5. hópur komið í pökkun eftir æfingu á miðvikudaginn kl. 17:15 - 19:00  6. hópur komið þið eftir ykkar æfingu kl. 19:05 - 20:00.  Svo sjáum við til hvort við þurfum að mæta á fimmtudaginn til að klára, fylgist með heimasíðu 3. og 4. hópur koma kannski og klára.

Kristín og Allý

WC PAPPÍR OG ELDHÚSRÚLLUR

Þeir sem hafa áhuga á að selja pappír fyrir næstu suður ferð þurfa að láta mig vita nú í vikunni eða í síðasta lagi á fimmtudagskvöld, áætlað er að afhenta á föstudag, mánudag.

Allý, s - 8955804 - allyha@simnet.is

Íshokkí á Indlandi

Já nokkrir leikir fóru fram á Indlandi fyrir stuttu. "High lights" má sjá hér

 

Engin nammipökkun á mánudag!!!

 

Við ætlum ekki að pakka á mánudaginn vegna skorts á súkkulaði.

Endilega fylgist með hvenær við byrjum aftur á pökkuninni.

kv Stjórnin

Úrslit laugardags leikja

Seinni leikur Meistaraflokksliðanna endaði með sigri SA 5 - 1    Mörk/stoð SA Rúnar 2/0, Siggi Sig. 1/1, Andri Freyr 1/1, Steinar 1/0, Josh 0/1 og Siggi Árna 0/1.  3.Flokkur spilaði svo strax á eftir þeim eldri og sá leikur var öllu jafnari og meira spennandi og lauk í vítakeppni eftir að SR tókst að jafna í 4 - 4 þegar 3 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. SRingar höfðu svo sigur í vítakeppninni og unnu leikinn 5 - 6.

Pökkunin hefst aftur í dag kl:13:30

Jæja, vörurnar eru komnar og við höldum ótrauð af stað á ný í öskudagspökkun klukkan 13:30 í dag, þegar foreldrar og börn í 3. & 4. hóp ætla að mæta á svæðið.

Sunnudagur

 

13:30-15:00 – 3&4 hópur
15:00-17:00 – 6.og 7 hópur

 

Öskudagsnammipökkun frestast fyrir hádegi

Þurfum því miður að fresta nammipökkun í dag, a.m.k. fyrir hádegi vegna vöruskorts :-(

Öskudagsnammipökkun

Það bráðvantar fólk til að aðstoða í nammipökkuninni, bæði fullorðna og börn. Hér er skiptingin milli hópa, endilega mætið!!

Sunnudaginn 15. febrúar
 
9:30-11:30 - 6. hópur
11:30-13:30 – 5. hópur
13:30-15:00 – 3&4 hópur
15:00-17:00 – 6.og 7 hó