25.02.2009
Um næstu helgi kemur Björninn norður með bæði Meistara og 3.flokk og spilar hvor flokkur 2 leiki gegn sömu flokkum SA. Fyrsti leikurinn verður á föstudagskvöldið kl.22,00 milli meistaraflokkanna. Næst spila 3.flokkarnir kl.08,00 á laugardagsmorguninn. Meistaraflokkarnir spila svo seinni leik sinn kl.18.00 á laugardeginum og seinni leikur 3.flokkanna er svo strax á eftir þeim leik, eða um kl.20,30 til 21,00. Hokkíáhugafólk og aðrir velunnarar, látið nú eftir ykkur að njóta veislunnar þessa helgi og mætið og hvetjið ykkar menn. ÁFRAM SA !!!!!!
25.02.2009
Við hjá foreldrafélagi viljum bjóða ykkur að kaupa bangsa eða annað dót hjá okkur, vegna keppnisferðar til Reykjavíkur núna um helgina. Það er að sjálfsögðu frábært verð á öllu. Ef áhugi er á því, endilega hefið samband við Rakel í síma 662-5260 um nánari upplýsingar.
kv. foreldrafélagið
25.02.2009
Búið er að draga í keppnisröð fyrir B & U, röðina má sjá á þessum tengli, undir "starting order"
http://www.skautasamband.is/?mod=news&fun=viewItem&id=187
24.02.2009
Föstudaginn 27. febrúar verðum við að fella niður allar æfingar hjá listhlaupadeildinni, meirihluti iðkenda og þjálfara verður í Reykjavík þessa helgi. Laugardaginn 28. febrúar verða óbreyttar æfingar. Sunnudaginn 1. mars verða nær allir iðkendur í Reykjavík sem eiga æfingu þann dag og þess vegna fellum við niður æfingar þann dag líka. Mánudaginn 2. mars verða breyttir æfingatímar, allar æfingar bæði ís og afís hjá 5.-7. hóp falla niður. 3. hópur mætir seinna þennan dag eða milli kl. 16:30 og 17:30 (enginn afís) og 4. hópur fær aukaæfingu milli 17:30 og 18:30.
23.02.2009
Hér koma smá upplýsingar til þeirra keppenda sem fara á barna- og unglingamótið í Reykjavík um helgina.
23.02.2009
Undir "lesa meira" eru upplýsingar varðandi greiðslu fyrir keppnisferð á barna- og unglingamót og einnig ýmsar upplýsingar um keppnisferðina sjálfa.
23.02.2009
1500 kr. fundust í klefa eftir æfingu hjá 6. hóp. Sá sem á þennan pening getur hringt í Helgu þjálfara.
23.02.2009
Allt öskudagsnammið er komið til skila, þeir sem komu og hjálpuðu okkur fá bestu þakkir fyrir , Guðmundur og Vigdís fá sérstakar þakkir fyrir útkeyrsluna. Kv. Kristín og Allý
23.02.2009
Á fimmtudagsmorguninn næsta, 26. febrúar, verður morgunæfingatímanum breytt.