Skautabúðir í RVK í sumar

Stjórn ÍSS kannar nú hvort grundvöllur sé til þess að halda æfingabúðir í Reykjavík á tímabilinu 1-20. júní. Tekið verður við skráningum til og með 28. febrúar 2009. Sjá nánar á skautasamband.is og þar má finna skráningarblöð.

ATH. Stefnt er á að halda æfingabúðir á Akureyri síðustu 3-4 vikurnar í ágúst - svipað og í fyrra.

6-7 flokksmótið í Egilshöll er einn dagur !

Björninn sigurvegari í Old Boys mótinu.

Námskeið á næstunni hjá ÍSÍ

Nú eru að fara í gang þjálfaranámskeið  hjá ÍSÍ, sjá nánar hér.

Breyttar æfingar á meðan Helga er í Svíþjóð

Helga Margrét yfirþjálfari er farin til Svíþjóðar ásamt Helgu Jóhannsdóttur, sem keppir fyrir hönd Íslands á Norðurlandamótinu í ár. Vegna þessa verða ýmsar breytingar á æfingum í vikunni. Við reynum þó allt sem hægt er til að fella ekki niður æfingar, nema morguntímann á fimmtudaginn og opna tímann á sunnudagsmorgunn, komumst við ekki hjá því að fella niður. Sumir eldri iðkendur fá tækifæri til að skipuleggja eina æfingu og er mikil stemming fyrir því. Starfsmaður verður í höllinni á þessum tíma og ber ábyrgð á börnunum, en þær sjá um æfingarnar sjálfar.

Hópaskipting í Point dans afístíma

Hópaskiptingin hefur aðeins breyst, til að reyna að ná jafn stórum hópum í báða tímana. Í hópi 1 eru allir A keppendur, eldri B keppendur (12 ára og yngri B og eldri) og 14 ára og yngri C keppendur. Í hópi 2 eru allir yngri B keppendur (10 ára og yngri B og yngri) og allir C keppendur, nema 14 ára og yngri C. Hér má sjá skiptinguna nánar.

Afís hjá Söruh fellur niður í dag!

Vegna óviðráðanlegra orsaka falla afísæfingar niður hjá Söruh í dag hjá 5. 6. og 7. hóp.

Mfl. SR : SA 2 - 6

Fyrr í kvöld spiluðu SR og SA í Laugardalnum og endaði leikurinn með sigri SAmanna 2-6 þrátt fyrir að í lið SA vantaði tvo lykilmenn þá Jón Gísla og Josh Gribben. Mörk og stoðsendingar SA > Stebbi 2/1, Andri Sverris 2/0, Siggi Sig 1/4, Orri 1/0, Steini 0/1, Ingvar 0/1 og Rúnar 0/1. Skoða má leikskýrsluna HÉR og gang leiksins HÉR . Tölfræðina er svo hægt að skoða HÉR .  Góóóðir SA !!!!!!!

Sala á pappír.

Framvegis verður einungis hægt að fá pappír afhenta hjá mér fyrir keppnisferðir.  Fyrir ferðina suður 27. febrúar þurfa þeir sem vilja panta pappír hjá mér fyrir 15. febrúar og reyni ég að afhenta hann ca. 18. febrúar.  ATH. pappírinn hefur hækkað töluvert.

Allý  s- 8955804,  allyha@simnet.is

 

Þeir sem enn eiga eftir að borga fyrir pappír sem tekinn var fyrir áramót eru vinsamlegast beðnir um að gera það strax svo að við sleppum við aðrar innheimtuaðgerðir.. Þegar lagt er inn er gott að senda staðfestingu til Kristínar gjaldkera   artkt.@internet.is

POWER SKATING

Next Monday morning power skating classes will be the 2nd and 16th of February.