Morguntími í fyrramálið

Á morgun fimmtudaginn 19. mars verður morguntími fyrir Novice, 15 ára og eldri B, 12 ára og yngri A og 10 ára og yngri A. Þeir sem eru í 8 B, 10 B, 12 B og 14 B mega mæta ef þeir hafa áhuga. Aðaláherslan þessa dagana er á basic test æfingarnar og einnig verið að undirbúa næsta vetur, þeir sem þurfa ekki í basic test í vor fara yfir aðrar æfingar. Munið að það er mæting 06:15 og æfingin byrjar 06:30 :)

Æfingar falla niður um helgina vegna Bautamóts í hokkí

Æfingar á laugardaginn og sunnudaginn allan um næstu helgi falla niður vegna bautamóts í hokkí. Æfingar verða þó samkvæmt tímatöflu á föstudag.

Fræðslukvöld ÍSÍ um íþróttameiðsl 19. mars

Næsta fimmtudagskvöld milli 17 og 21 í aðstöðu ÍSÍ verður fræðslukvöld um íþróttameiðsl. Endilega hvetjum alla áhugasama til að skrá sig á þetta námskeið, bæði þjálfara, iðkendur og aðra áhugasama.

BAUTAMÓTIÐ um næstu helgi

Um næstu helgi fáum við í heimsókn Björninn og SRinga og verður haldið hér á Akureyri 4. og 5. flokks mót í boði BAUTANS sem hefur stutt dyggilega við skautastarfið hjá okkur í SA, og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Dagskrá mótsins má nálgast hér efst í valmyndinni til vinstri og er hún birt með fyrirvara um villur og mögulegar breitingar ef eitthvað óvænt kemur uppá.    4. flokks hluti mótsins er 3. og síðasti hluti Íslandsmóts þess flokks og ræðst þar hverjir verða meistarar þetta tímabilið. Þetta er býsna þétt dagskrá allann laugardaginn og til kl.16,00 á sunnudag. Þátttakendafjöldi mun vera um 130 svo þarna verður mikið fjör.   Klukkan 17,00 á sunnudaginn hefst svo 1. leikur í Úrslitum hjá meistaraflokki karla. Þar má bóka hörkuskemmtun þar sem SA og SR mætast.

Kennsla á teygjuæfingum

5, 6, og 7 hópum hefur verið boðið að læra teygjuæfingar næstu 3 þriðjudaga í Sjallanum.

Viljum við ath hvort áhugi sé hjá 3 og 4 hóp að koma og fræðast aðeins um mikilvægi þess að teygja vel og læra góðar teygjur.

Æfingarnar eru kl 17 næstu 3 þriðjudaga.

þeir sem hafa áhuga á þátttöku sendi tilkynningu á josasigmars@gmail.com

kv Stjórnin

Upplýsingar varðandi æfingabúðirnar í sumar!

Hér má finna upplýsingar varðandi undirbúning vegna æfingabúðanna á Akureyri í sumar, sem ætlaðar eru öllum áhugasömum iðkendum í 3.4.5.6. og 7. hóp. Stefnt er að því að búðirnar standi frá þriðjudeginum 4. ágúst (eftir versló) og þar til skólinn hefst! Iveta mun þjálfa frá 10-28. ágúst og Audrey mun sjá um afís. Helga verður í æfingabúðunum, sem fyrr, aðal- og yfirþjálfar deildarinnar. STEFNT ER AÐ ÞVÍ AÐ BÚÐIRNAR VERÐI Á SAMA VERÐI - EN HELST ÓDÝRARI EN Í FYRRA! En þá var heildarverðið á vikunum þremur 45. þúsund krónur! Því fleiri sem taka þátt, því ódýrari verða búðirnar!  Þá er einnig stefnt að því að hafa skautanámskeið fyrir iðkendur í 1. og 2. hóp á tímabilinu, auk byrjendanámskeiðs. En hér má sjá nánar um tilhögunina, en auðvitað birt með FYRIRVARA um breytingar!!

Morgunæfing í fyrramálið

Það verður morgunæfing í fyrramálið (fimmtudaginn 12. mars) á venjulegum tíma (6:30-7:15, mæting 6:15). Þetta er 2. fimmtudagur mánaðarins sem þýðir að 14 ára og yngri B, 12 ára og yngri B og 10 ára og yngri B eiga þessa æfingu. Ég vil hvetja þá sem eru í 12 ára og yngri A og 10 ára og yngri A til að mæta líka til að fara yfir basic test æfingarnar :)

U18 Ísland VS Írland

Rétt í þessu var leiknum að ljúka. Svokölluð "írsk heppni" var greinilega ekki með írunum en strákarnir pökkuðu þeim saman 19-0.

Næsti leikur liðsins er á fimmtudaginn gegn Tyrkjum.

yfir og út.

Hver segir að hokkí sé ekki mannbætandi !!

http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=23325

PAPPÍR

Þú ( pabbinn) sem sótti pappír á Olís á reikning Listhlaupadeildarinnar 30 eða 31 des. s.l. og kvittaðir ekki,  endilega hafðu samband við mig sem fyrst svo hægt sé að ganga frá þeim málum..

Allý, allyha@simnet.is eða 895-5804