MARAÞON

Nú er maraþonið búið og tókst það vel að mér fannst og allir til fyrirmyndar. Ég vil þakka öllum foreldrum sem vöktuðu staðinn á meðan maraþonið fór framm. Á sunnudaginn var tekið til hendinni og allir hópar gengu frá sínum klefum riksuguðu og skúruðu og vil ég þakka þeim fyrir það , einnig foreldrum sem voru á vaktinni og tiltektinni. BESTU ÞAKKIR.. Þetta er erfitt en gaman, ein skautastelpa spurði að því hvort þetta yrði ekki aftur á næsta ári þannig að áhuginn er fyrir hendi og strax farið að huga að því.. GAMAN GAMAN..

ENN OG AFTUR BESTU ÞAKKIR

Allý,, allyha@simnet .is

Afísæfingar hjá Hóffu fyrir 4. - 7. hóp

Nú hefjast afísæfingar hjá Hóffu sem er liður í undirbúningi fyrir sumartímabilið. Það er MJÖG mikilvægt að allir iðkendur mæti vel og leggi sig fram við að halda sér í skautaformi út sumarið. Helga Margrét þjálfari mun hafa umsjón með afísæfingunum að loknu námskeiðinu hjá Hóffu en jafnframt er lögð áhersla á að iðkendur stundi afísæfingar sjálfstætt eða í litlum hópum á eigin vegum :) Fyrsta æfingin verður nk. þriðjudag. 4. og 5. hópur mætir saman kl. 15:30 til 16:30 og 6. og 7. hópur mætir saman milli 16:30 og 17:30. Mæting er fyrir framan andyrið á Bjargi.

Maraþon upplýsingar

Komið þið heil og sæl, nú fer að líða að sólarhrings maraþoninu okkar. Mæting er á laugardaginn kl:16:30, en 5.hópur er fyrstur á ísinn og þarf því að vera sérstaklega tímanlega. Aðrir byrja ca. kl: 17:00. Allir þurfa að koma sér fyrir í merkta klefa, Allý verður framkvæmdarstjóri á staðnum :-) Lesið nánar hér:

PDS tími á morgun

Minni alla á danstíma hjá Point sem verður að venju á fimmtudag á sama tíma.

Northern Iceland Adventure Cup

Um síðustu helgi lauk fyrsta alþjóðlega kvenna íshokkímóti sem haldið hefur verið hér á landi, NIAC eða Northern Iceland Adventure Cup og var skipulagt af kvennanefnd Íshokkísambands Íslands.  Mótið var haldið hér á Akureyri og auk íslenska landsliðsins tóku þátt tvö erlend lið, annars vegar Hvidovre Wolves frá Danmörku og Malmö Redhawks frá Svíþjóð.  Mótið stóð frá fimmtudegi fram á laugardag og alls voru spilaði 6 leikir.  

 

Aðalfundur stjórnar og foreldrafélags LSA

Aðalfundur stjórnar Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar, verður haldinn fimmtudaginn 7. maí kl:20:00 í skautahöllinni á Akureyri. Venjuleg aðalfundarstörf. Samhliða verður aðalfundur foreldrafélags deildarinnar haldinn. Allir velkomnir. Stjórnirnar.

Kertapeningar og áheitasöfnun

Þeir sem tóku þátt í kertasölu í vetur og vilja nota peningana til að niðurgreiða æfingabúðirnar mega vinsamlegast senda nafn, kennitölu og reikningsnúmer foreldris, sem og nafn skautaiðkanda á netfangið allyha@simnet.is og við leggjum inn á ykkur, enda styttist í að greiða eigi staðfestingagjald fyrir æfingabúðirnar.
 
Þá er áheitasöfnunin enn í fullum gangi og er síðasti skiladagur fyrir maraþonið um næstu helgi, söfnunin fer mjög hægt af stað, þannig að endilega skulum við setja í annan gír, svo að æfingabúðirnar geti verið sem ódýrastar. Ef ykkur vantar áheitablöð þá er einnig hægt að hafa samband við allyha@simnet.is
 

Vorsýning LSA 2009

Vorsýning listhlaupadeildar SA verður haldin í dag kl. 17:30. Þemað að þessu sinni eru kvikmyndir. Aðgangseyrir er kr. 800, frítt fyrir 12 ára og yngri, ellilífeyrisþega og öryrkja. Foreldrafélag verður með kaffisölu í hléi og einnig lukkupakkasölu. Munið að við erum ekki með posa. Hvetjum alla til að koma og sjá alla iðkendur deildarinnar sýna :)

MARAÞON

Þið krakkar sem ætla að vera með í maraþoni, æfingabúðunum og áheitasöfnuninni hafið samband við mig og látið vita þið getið líka nálgast blöðin til mín.

kv. Allý, allyha@simnet.is - 895-5804

Tímaplan fyrir grunnpróf ÍSS

Hér er gróft tímaplan yfir grunnprófin á morgun föstudaginn 24. apríl.