Tryouts fyrir meistaraflokk veturinn ´09 -´10

Allir leikmenn eldri en 16 ára sem hafa áhuga á að leika með meistaraflokki þessa leiktíð eru velkomnir á "tryouts" sem hefjast á þriðjudag 25. ágúst kl:21.00 og önnur æfing fimmtudag 27. ágúst kl:21.00.  Ef þú hefur áhuga á að leika með liðinu en kemst ekki á aðra hvora æfinguna vinsamlegast hafið þá samband við Josh Gribben gsm:869-6688.  Ég hlakka til að sjá ykkur alla og hefja ferðalagið að íslandsmeistara titlinum 2010.
 Kær kveðja,
Josh Gribben.

PAPPÍR

Þeir sem hafa áhuga á að fá pappír núna í ágúst eru beðnir að hafa samband við mig, ekki sækja pappír áður. Næst er hægt að fá pappír í október áður en farið verður suður á fyrsta mótið sem verður í nóvember, þá er hægt að selja uppí kostnaðinn í þeirri ferð.. 

 Þeir sem eiga enn hjá mér pening fyrir kertum og kleinum eru beðnir að hafa samband sem fyrst.

kleinupening á Lóa Aðalheiður, kertapening eiga Snjólaug Vala, Saga Snorrad, Birna Pétursd. Elva Hrund og Elsa Björg

Allý / s, 8955804

Selt og keypt

Minni á siðuna Selt og keypt fyrir þá sem vilja kaupa búnað eða losa sig við búnað.

Myndbönd af Ivönu Reitmayerova og Peter Reitmayer

Hér eru myndbönd af Ivönu og Peter frá keppnum erlendis fyrir þá sem áhuga hafa. Þau verða hér hjá okkur þar til í lok ágúst með mömmu sinni Ivetu sem kennir nú sem gestaþjálfari hjá LSA. Hér má sjá Peter á Junior Grand Prix 2008 og hér má sjá Ivönu á heimsmeistaramótinu í Helsinki 2009 þar sem hún varð 14. í heildina og yngst keppenda.

Hokkískóli Óldboys haustið 2009

Hokkískóli Óldboys haustið 2009:
Verður haldinn síðustu tvær vikunar í ágúst og byrjar

MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 17. ÁGÚST

Svona lítur stundaskráin út,,, muna pennaveski og hokkígalla !!!
Mánudagskvöld, miðvikudagskvöld og fimmtudagskvöl frá kl 20:00 – 22:00

KK
Björn Guðmundsson
S: 869 5060

Nú styttist í að æfingar fari að hefjast

Jæja góðir iðkendur nú styttist í að tímabilið fari af stað. Nú er allur undirbúningur á fullu og stefnt að því að byrja æfingar þriðudaginn 1. sept. nánar um það síðar. Verið er að leggja lokahönd á vetrardagskránna í samráði við ÍHÍ og hin félögin, og Josh og Sara eru að setja saman æfingatöflu vetrarins. Við stefnum á að fjölga í hokkínu í vetur svo verið nú dugleg að hvetja vini og vandamenn til að koma og prófa hvort sportið hentar þeim. Kvenna vikan í sumar-hokkískólanum er búin og tókst afburða vel og þátttakendur mjög ánægðir og nú er í gangi vika fyrir 12 ára og yngri og sé ég ekki betur en gamanið og skemmtunin séu í hæstu hæðum (O:     Varðandi skápana þá eiga þeir sem voru með skápa í fyrra forleigu-rétt, en umsjón með skápunum er í höndum Reynis í reynir@sasport.is eða 6604888.  Meira þegar nær líður og hlutirnir verða komnir betur á hreint.

Umfjöllun um æfingabúðirnar á N4

Umfjöllun um listhlaupa- og hokkíæfingabúðirnar verða á N4 í kvöld kl:18:15 og svo á klukkustundar fresti til morguns. Á morgun má svo sjá umfjöllunina á http://n4.is/tube/

Nýr formaður

Frá og með deginum í dag mun Jóhanna láta af störfum í stjórn Listhlaupadeildarinnar. Hilda Jana mun taka við og starfa sem formaður út veturinn. Jóhönnu eru þökkuð vel unnin störf í þágu deildarinnar, sem þó er ekki lokið því hún mun taka við sem mótstjóri veturinn 2009-2010.

 

 

Skautaskóli fyrir börn

Skautaskóli fyrir börn verður haldinn dagana 10.-21. ágúst fyrir börn fædd 2005 og fyrr. Mán. Mið og Fim. kl:17-18. Skólinn hentar bæði börnum sem hafa enga og nokkra reynslu. Námskeiðið kostar 4000.- (annað systkyn 2000.- þriðja systkyn og fleiri frítt) Námskeiðið er niðurgreitt af Velferðarsjóði barna. Skráning á netfangið skautar@gmail.com Allar nánari upplýsingar í s. 864-7415. Vanir þjálfarar sjá um námskeiðið.

Vonumst til þess að sjá sem flesta

Matseðill fyrir æfingabúðirnar

Hér má sjá matseðilinn fyrir æfingabúðirnar. Fyrirtæki í bænum gefa börnunum mat í æfingabúðunum og þökkum við kærlega fyrir stuðninginn. Þau fyrirtæki sem styrkja búðirnar með mat eru: Strikið, Bautinn, Greifinn, Jón Sprettur, Norðlenska, Friðrik V, Hótel KEA, Vífilfell, Nettó og ísbúð Brynju. Takk fyrir stuðninginn!