S.A. vs S.R. næstu helgi !!

Laugardaginn 17 okt. næstkomandi mun S.A. fá S.R. í heimsókn. Þetta mun vera fyrsti heimaleikurinn gegn S.R. síðan í úrslitunum í fyrra. S.A. lagði S.R. á heimavelli fyrir stuttu 2-4 og voru menn sammála um það að S.A. hefði ekki spilað af fullri getu hvað svosem það segjir...

Kristalsmótið

Hér koma upplýsingar vegna Kristalsmótið, en því miður þá þarf að bæta 2000 kr. við fyrrnefnda upphæð, í matarkostnað, þar sem því miður hefur ekki verið jafn góð innkoma hjá foreldrafélaginu í ár, miðað við hinn fyrri. Þannig að heildarupphæðin sem leggja á inn á reikninginn er 10500 kr. svo þarf einnig að koma með 1000 kr. í nestispening. Leggja á inn á reikning 1145-26-3770 kt. 500200-3060 og senda kvittun á didda@samvirkni.is
 
Munið einnig eftir sæng/svefnpoka, hægt verður að sækja félagspeysurnar á föstudaginn á milli kl:16-17 niðrí höll, væri gaman að fara í þeim suður :-)

Einnig eru nokkrar æfingar næstu daga ætlaðar sérstaklega til undirbúnings vegna mótsins. Dagskrá og annað má finna á heimasíðunni okkar www.sasport.is/skautar


Fimmtudagurinn 15. október
15:10-16:00 = C1 og C2 prógrammarennsli

Föstudagurinn 16. október
15:00-16:00 = Þeir sem keppa um helgina úr C3 og C4 prógrammarennsli
16:10-17:00 = Þeir sem keppa um helgina úr C1 og C2 prógrammarennsli

 

Bikarmót Krulludeildar - litið um öxl

Bikarmót Krulludeildar fer nú fram í sjötta sinn. Eitt lið hefur unnið bikarinn tvisvar.

Dagskrá og keppnisröð á Kristalsmóti

Hér má finna dagskrá og keppnisröð á Kristalsmótinu sem haldið verður í Egilshöll um helgina.

Staðan í leiknum

Senior skorar á 6. mín staðan 1 - 0.    10:14 senior 2 mín spila 4.   Jafnt í liðum.     14:58 sen skorar 2 - 0.      16:31 sen skorar 3 - 0.     1. leikhluta lauk  3 - 0.   2. leikhluti er hafinn.   15:30 junior  2 min  spila 4.    Sarah skoraði fyrir sen undir lok leikhl.   4 - 0.      3. leikhl. hafinn     13:41  sen skorar  5 - 0.    17:21  junior skorar 5 - 1.   17:56  jun skorar 5 - 2     leiknum er lokið

Breyttar og niðurfelldar æfingar vegna Kristalsmóts

Vegna Kristalsmóts í Reykjavík er því miður óhjákvæmilegt að breyta og fella niður nokkrar æfingar um helgina vegna fjarveru þjálfara. Undir lesa meira má finna tímatöflu næstu helgar.

Söguleg stund í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld kl. 19.00

Í kvöld kl: 19,00 er leikur í meistaraflokki kvenna. Það sem er merkilegt við þennan leik er að í fyrsta sinn eru bæði liðin frá Skautafélagi Akureyrar. SA-seniors og SA-juniors. SA hefur undanfarin ár lagt talsverða áherslu á kvennahokkí með þjálfarann Söruh Smiley í fararbroddi og það er nú að skila sér í því að hægt er að skipta í 2 lið sem verður vonandi til að skapa skemmtilegri keppni í kvennahokkíinu svona heilt yfir. Þess má að gamni geta að það eru rúmlega fjörutíu stelpur/konur sem æfa nú með einum eða öðrum hætti hokkí með SA. Fyrir þá sem ekki vita þá eru bara tvö félög af þremur sem halda út kvennaliðum þ.e. Björninn og SA en SR situr hjá í þessum efnum.

Kristalsmót fyrir C keppendur í Egilshöll

Um næstu helgi fer fram Kristalsmót fyrir C keppendur. Æfingar munu eitthvað breytast/falla niður vegna fjarveru þjálfara og því er mikilvægt að fylgjast vel með hér á heimasíðunni. Undir "lesa meira" má finna lista yfir þá sem keppa á mótinu og einnig tékklista sem gott er að prenta út.

Akureyrarmótið í krullu - 3. umferð

Riðlakeppni lokið. Víkingar, Garpar, Fífurnar og Skytturnar fara í undanúrslit.

Þriðjudagsmorgunæfing

Í fyrramálið koma eftirtaldir hópar á ísninn kl. 6:30-07:20: A2 og B2. A1 og B1 koma svo næsta þriðjudagsmorgun. Munið að mæta tímanlega, ekki seinna en 06:15 svo þið náið að hita ykkur örlítið upp :)