Íslandsmótið í krullu: Mammútar og Víkingar styrktu stöðu sína á toppnum

Mammútar styrktu stöðu sína á toppnum í úrslitakeppninni með sigri á Norðan 12, 7-6, í leik þar sem minnstu munaði að Norðan 12 tækist að jafna leikinn í lokaumferðinni og knýja fram framlengingu. Víkingar halda áfram í humátt á eftir Mammútum, sigruðu Garpa 7-4.

Æfingar falla niður

Til að fyrirbyggja allan misskilning þá verða engar æfingar laugardaginn 12. apríl.

Engar morgunæfingar á Laugardag og sunnudag

Æfingar falla niður á laugardagsmorgunn og sunnudagsmorgunn. Vegna krullumóts og fjarveru þjálfara vegna námskeiðs í RVK.

Íslandsmótið í krullu - úrslitakeppni

Úrslitakeppni Íslandsmótsins í krullu hefst í kvöld, föstudagskvöldið 11. apríl.

Marjomótið: Hannella setti á miðjupunktinn!

Fyrsta umferð Marjomótsins í krullu fór fram í gær. Það sáust háar tölur í sumum leikjum gærkvöldsins en þó má segja að lægsta talan hafi verið athyglisverðust.

 

Skeiðklukkur fyrir krullufólk

Einn keppendanna sem kemur á Ice Cup er umboðsmaður fyrir Rockwatch-skeiðklukkurnar. Vantar þig klukku?

Ísladaf

Ísland var rétt í þessu að tapa með einu marki 4 - 5 fyrir Kína á HM í Ástralíu.  Staðan var jöfn 4 - 4 eftir venjulegan leiktíma og þá fær hvort lið eitt stig.  Síðan var spilaður 5 mín bráðabani og vítakeppni upp á síðasta stigið.

Óvenjuleg upphitun í Ástralíu

Eins og flestir lesendur SA síðunnar vita þá er íslenska karlalandsliðið í Ástralíu að keppa á heimsmeistaramótinu.  Fyrir fyrsta leik liðsins á dögunum gegn Nýja Sjálandi bilaði íshefillinn á miðjum ís þegar hann var að fara síðustu umferð eftir upphitun.  Af þessu hlaust 90 mín töf þar sem mótshaldarar og starfsmenn skautahallarinnar voru úrræða og glórulausir gagnvart vandanum. 

Marjomótið - 1. umferð miðvikudagskvöldið 9. apríl

Átta lið eru skráð til leiks. Dregið í tvo riðla fyrir fyrstu umferðina.

Fjölskyldudagur hjá 1. og 2. hóp!

Fjölskyldudagur og pizzaveisla fyrir 1. og 2. hóp föstudaginn 11. apríl!

Sjá "lesa meira".