Karfan er tóm.
Í nótt er komið að frjálsa prógramminu í listhlaupi kvenna á skautum. Yu-Na Kim frá Kóreu hefur nokkuð mikla forystu eftir fyrri dansinn, en hún fékk 78.40 fyrir stutta prógrammið og var m.a.með þrefalt loop, toe og lutz í prógramminu sínu Mao Asada frá Japan er næst á eftir henni með 73.78 stig og í þriðja sæti eftir stutta er heimakonan, Joannie Rochette frá Kanada með 71.36 stig og eru þetta einu konurnar sem fengu yfir 70 stig í stutta. Stutta prógrammið er að baki og frjálsa verður í nótt.
Ivana okkar Reitmayerova gekk ekki nógu vel í stutta og verður því miður ekki meðal þeirra efstu sem keppa í nótt. Þessi 17. ára flotta skauta stúlka náði hins vegar þessum frábæra árangri að komast á leikana og er ég viss um að þetta var góð reynsla fyrir hana.
Síðasti leikur SA í undankeppninni fór fram á laugardaginn þegar liðið bar sigurorð af SR með 5 mörkum gegn 4 og tryggði sér með því deildarmeistaratitilinn og heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni sem hefst í næstu viku. SR og Björninn munu eigast við á morgun í úrslitaleik um hitt sætið í úrslitakeppninni. Leikurinn var jafn og skemmtlegur en það var Lurkurinn Rúnar Rúnarsson sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir góða sendingu frá Steinari Grettissyni, en SR-ingar jöfnuðu skömmu síðar en mörkin urðu ekki fleiri í lotunni.