Kvennalandsliðið valið

Íslenska kvennalandsliðið mun ekki taka þátt í heimsmeistaramóti á vegum Alþjóða íshokkísambandsins í ár en þess í stað verður haldið mót hér á Akureyri sem fram fer í byrjun apríl, svonefnd NIAC-mót, en þetta mun vera í annað skiptið sem þetta mót er haldið.  Síðasta vor komu hingað bæði dönsk og sænsk lið til keppni á NIAC-mótinu og heppnast það mót í alla staði mjög vel.  Skipulagning og undirbúningur mótsins hefur verið á höndum Margrétar Ólafsdóttur, Guðrúnar Blöndal og Söruh Smiley í samvinnu við ÍHÍ og þegar þessar línur eru skrifaðar hafa tvö erlend lið staðfest komu sína, annars vegar rúmenska landsliðið og hins vegar breska félagsliðið Slough Phantoms. 

Íslenska landsliðið fær þarna verðuga andstæðinga en endanlegur hópur hefur nú verið valinn í framhaldi æfingabúða um síðustu helgi.  Þjálfari liðsins er Sarah Smiley, en hún mun jafnframt spila með liðinu og því er henni til aðstoðar við þjálfun liðsins Josh Gribben.

Kvennalandslið Íslands árið 2010 er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Æfingar á sunnudaginn nk.

Nú er aðeins rúm vika í barna- og unglingamótið þar sem A og B keppendur munu keppa við iðkendur frá SR og Birninum, þetta er jafnframt síðasta ÍSS-mót tímabilsins. Allir keppendur skulu mæta í kjólum, pilsum eða samfestingum á allar æfingar fram að móti. Frá og með mánudeginum er ekki leyfilegt að vera með vettlinga. Undir lesa meira má sjá hvernig sunnudagsæfingarnar verða.

Íslandsmótið - áminning um þátttökugjaldið

Liðin sem taka þátt í Íslandsmótinu eru minnt á að greiða þátttökugjaldið í síðasta lagi 28. febrúar.

Íslandsmótið í krullu: Fjögur lið efst og jöfn

Mammútar, Skytturnar, Riddarar og Víkingar eru nú jöfn á toppnum þegar deildarkeppnin er nær hálfnuð. Mammútar og Skyttur eiga leik til góða.

Öskudagsæfing

Iðkendur og þjálfarar LSA gerðu sér glaðan dag í dag og mættu í búningum á æfingu. Nokkrar myndir eru komnar inn á myndasíðuna og eru fleiri væntanlegar innan skamms.

Myndir úr leik SA - Björninn 16.2.

Myndirnar má skoða hér.

Sannfærandi 6 - 0 sigur á Birninum

Skautafélag Akureyrar tryggði sér sæti úrslitum með öruggum 6 - 0 sigri á Birninum í síðustu viðureign liðanna í vetur í gærkvöldi.  SA liðið fór betur af stað og strax frá upphafi var ljóst hvert var betra liðið á vellinum.  Auk þess sem SA átti góðan leik áttu Bjarnarmenn slæman dag og þá gat þetta aðeins farið á einn veg.

 

Íslandsmótið í krullu: 7. umferð

Sjöunda umferð Íslandsmótsins (og sú síðasta í fyrri hluta deildarkeppninnar) fer fram í kvöld.

Leiðrétting vegna fréttar um Ólympíuleikana

Leiðinleg villa í frétt um Ólympíuleikana og í könnun. Karla- og kvennalið Þjóðverja vantaði í upptalninguna.

Stórleikur í kvöld í Skautahöllinni

Í kvöld kl. 19:00 verður stórleikur í höllinni þegar Bjarnarmenn koma í heimsókn.  Í boði eru þrjú gríðarlega mikilvæg stig sem skipta munu sköpum í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.  Við verðum að vinnan annan af síðstu tveimur leikjunum, en Björninn verður að vinna báða og því er leikurinn í kvöld sínu mikilvægari fyrir þá.  Það má því öllum vera ljóst að í kvöld verður hart barist og allt á suðupunkti.