Jólasýning

Jólasýning Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar verður haldin með glæsibrag sunnudaginn 18. desember nk. og hefst hún kl 17:00. Allir iðkenndur skulu vera mættir í seinasta lagi kl 16:30, helst fyrr. Generalprufa verður þann 17. desember kl. 11:05-12:30.

Hokkí um helgina og næsta þriðjudag

Hokkífólk er ekki alveg komið í jólafrí því nú um helgina fara Víkingar suður í Egilshöll og spila við Húna á laugardag kl. 16,30 en hér í Skautahöllinni á Akureyri verða kandídatar kvennalandsliðsins í æfingabúðum.

Skautatöskur til sýnis og sölu í höllinni í dag kl. 16:40-17:30.

Ég verð með skautatöskur

Stelpurnar stóðu sig mjög vel

Við óskum stelpunum til hamingju með árangurinn um síðustu helgi.

BESTA JÓLAGJÖF SKAUTABARNSINS

Ég er með skautatöskur til sölu margir litir og munstur.

Hokkídeildin velur Íþróttafólk Ársins

Hokkídeild Skautafélags Akureyrar notaði tækifærið og heiðraði Íþróttafólk Ársins innan sinna raða við upphaf kvennaleiksins sem spilaður er í Höllinni í kvöld af Ásynjum og Ynjum. Nafnbótina hlutu að þessu sinni Andri Már Mikaelsson karla megin og Sarah Smiley kvenna megin. Hokkídeildin óskar þeim báðum til hamingju með afar verðskuldaða viðurkenningu sem fyrirmyndar iðkendur og afreksfólk auk þess að hafa lagt íþróttinni og deildinni til krafta sína á óeigingjarnan og uppbyggilegan máta.

Myndir af skautatöskum á Transpack skatingbag:

Það styttist í jólin og betra að vera tímanlega í jólagjöfunum,. Hægt er að sjá myndir af þeim töskum sem að ég er með á Google: transpack skatingbag og í myndir til vinstri og á ég nokkra liti og munstur.. Þetta eru töskur með sér hólfi fyrir skautann og svo góðu hólfi fyrir hjálminn, nestið og / eða aukafötin.... Endilega hafið samband og komið og skoðið, á líka til nokkrar mjúkar skautahlífar og Mondor flís skautabuxur........, Allý, , allyha@simnet.is - 8955804

Íshokkídeildin hlaut styrk frá NHL

Skautafélag Akureyrar hlaut á dögunum veglega gjöf frá Leikmannasamtökum NHL, eða sjóði á þeirra vegum sem heitir á frummálinu "NHLPA's Goals & Dreams fund"

Tímatafla æfinga frá 5 des - 14 des

Undirbúningur jólasýningar að hefjast. Örlítið breytt tímatafla meðan Iveta er fjarverandi.

Jötnar stálu stigi af SR

Á föstudagskvöldið hélt þunnskipað lið Jötna suður yfir heiðar, mættu SR í Laugadalnum og komu heim með 1 stig í farteskinu.