Samherjastyrkur veittur í fjórða sinn

Milli jóla og nýárs boðaði Samherji á Akureyri til móttöku og afhenti við það tækifæri styrki til ýmissa samfélagsverkefna á Eyjafjarðarsvæðinu upp á 75 milljónir króna.

Víkingar töpuðu fyrir Húnum

Víkingar fengu útreið hjá sprækum Húnum í gærkveldi og töpuðu 7 - 2

Myndir, Víkingar - Húnar

Greiðsla æfingagjalda

Miðvikudaginn 11 janúar biðjum við alla um að koma og ganga frá æfingagjöldum vorannar 2012. Við verðum milli 16.00-18.00 í fundarherberginu, sama fyrirkomulag verður og fyrir áramót, þ.e.a.s. hægt verður að skipta greiðslum í 1-3 skipti og annað hvort borga með kreditkorti eða millifæra á reikning deildarinnar. Kveðja stjórn LSA

Hokkídagur í dag

Tveir hokkíleikir fara fram í dag.

Jötnar unnu SR í framlengingu

Jötnar stálu tveimur stigum af SR eftir jafnan og spennandi leik þar sem úrslit réðust ekki fyrr enn í framlengingu.

Myndir, Jötnar - SR

Öskudagsnammisala

Nú er komið að aðal fjáröflun deildarinnar sem er öskudagsnammisala!!! Fundur verður fimmtudaginn 5 janúar klukkan 17.00 í fundarherbergi hallarinnar og þá verður fyrirtækjunum einnig úthlutað á skautarana. Það er mjög mikilvægt að allir taki þátt því allir njóta góðs og styrkir þetta starf deildarinnar.

2 Mfl. leikir í fyrstu viku nýs árs.

Gleðilegt ár öll sömul og takk fyrir áhugann og stuðninginn á liðnu ári. Fjörið byrjar nú strax í 1. vikunni með tveimur meistaraflokks leikjum hér heima. Sá fyrri verður þann 5. en þá koma Sr-ingar og spila við Jötnana. SR-ingar eru með fæst stig af A liðunum en hafa einnig spilað fæsta leikina.

Listhlaupari ársins 2011

Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir fær þann titil í ár að vera listhlaupari ársins. Hún hefur staðið sig mjög vel á árinu og þar má nefna að hún lenti í 6 sæti á Coupe De Printemps í Lúxenborg og 4 sæti úti í Slóvakíu núna í desember og hún er Akureyrameistari. Hrafnhildur Ósk er í landsliði Íslands og er búin að vinna sér inn keppnisrétt á Norðurlandamótinu sem fer fram í Finnlandi núna í febrúar. Einnig má nefna að hún er í þróunarverkefni sem er á vegum ISU og eru öll norðulöndin þáttakendur í því verkefni. Innilega til hamingju Hrafnhildur Ósk.