Breyttar æfingar þriðjudaginn 20.febrúar

Breyttar æfingar á þriðjudaginn 20.febrúar hjá 1.flokk og 2.flokk

Mondor skautabuxur lækkað verð

Ég á ennþá til nokkrar Mondor skautabuxur lækkað

Myndir úr leik Jötna og Víkinga

Formannaskipti hjá LSA

Sælir allir iðkendur og foreldrar. Nú hef ég, undirrituð sagt af mér sem formaður LSA og hann Bergsveinn E. Kristinsson hefur tekið við sem formaður. Ég vil þakka öllum fyrir skemmtilegan og viðburðaríkan tíma undanfarin ár. Kær kveðja Rut

Leikur í Mfl. karla í kvöld í Laugardalnum.

SA-Víkingar eru mættir í Laugardalinn og eru byrjaðir að undirbúa sig fyrir leikinn. Leiknum verður lýst MBL.IS

Norðurlandamót 2012

Nú er hún Hrafnhildur Ósk farin til Finnslands til að keppa á Norðurlandamótinu, óskum við henni og öllum landsliðskauturunm góðs gengis. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu ÍSS, http://skautasamband.is/

Úrslit 2. Flokks mótsins í Laugardal.

2.hluti Íslandsmótsins í 2.flokki fór fram í Laugardal um liðna helgi.

Úrslit 2. Flokks mótsins í Laugardal.

2. hluti íslandsmótssins í 2. flokki fór fram í Laugardal um liðna helgi.

Minningarsjóður Magnúsar Einars Finnssonar

Í gær lauk minningarmótinu um Magnús Einar Finnsson, sem er íshokkímót heldri leikmanna, og er þetta stærsta mótið hingað til en alls tóku sex lið þátt að þessu sinni. Um þessar mundir eru 7 ár síðan Magnús lést, en hann lést í febrúar árið 2005 langt fyrir aldur fram eftir snarpa baráttu við krabbabein. Magnús var formaður Skautafélagsins þegar hann lést og hafði þá verið einn af máttárstólpum félagsins til langs tíma. Við andlát hans gaf Norðurorka peningafjárhæð í Minningarsjóð um Magnús, en eftir að hann flutti aftur til Akureyrar árið 1987 starfaði hann hjá Norðurorku til dánardags. Ákveðið hefur verið að nýta þennan sjóð í þágu félagsins með þeim hætti að auglýsa eftir umsóknum um styrki fyrir verkefni tengdum Skautafélagi Akureyrar. Styrkirnir verða ætlaðir félagsmönnum sem vilja með einhverjum hætti láta gott af sér leiða í þágu félagsins s.s. er varðar þjálfun, menntun, fræðslu, keppni eða hvað eina annað er tengist félaginu í heild eða félagsmönnum þess.

Örlitlar breytingar á tímatöflu

Það eru smá breytingar á tímtöflunni.