SKAUTAHLÍFAR - SKAUTABUXUR

Var að fá mjúkar skautahlífar sem gott er að hafa á skautunum í skautatöskunum. Var líka að fá svörtu flís skautabuxurnar sem koma niður fyrir skautann í stærðum 6-8, 8-10, 10-12 og 12-14.  MINNI á skautatöskurnar sem eru með sér hólfi fyrir skautana.

Endilega hringið, sendið SMS eða mail og komið svo og skoðið - mátið.

Allý - 8955804 / allyha@simnet.is

Víkingar unnu Jötna, 5 - 1

Í gærkvöldi mættust hér í Skautahöllinni Akureyrar og Skautafélagsliðin Víkingar og Jötnar.  Þetta er fyrsta viðureign liðanna og það var virkilega skemmtilegt að sjá þennan stóra leikmannahóp etja kappi.  Í lið jötnanna voru mættir nokkrar gamlar kempur sem ánægjulegt var að sjá aftur í galla, t.d. Erling Heiðar Sveinsson, Elvar Jónsteinsson og Geira Geira auk þess sem Árni Jónsson var mættur í vörnina ásamt Úlfi.

Leikir kvöldsins

Í kvöld kl 19.30 fara fram tveir leikir í Íslandsmótinu þegar Jötnar og Víkingar mætast og Björninn tekur á móti SR í Egilshöll. Staðan í deildinni er þannig að SA, Jötnar og Björninn eru öll með 3 stig en SR situr á botninum með ekkert stig. Leikirnir í kvöld munu því skera úr um hvaða lið mun sitja á toppnum fram að helgi að minnsta kosti.

Foreldrafundir LSA

Foreldrafundirnir LSA verða þrískiptir í ár. Foreldrafundur fyrir byrjendur, þar verður farið yfir grunnatriði hvað varðar iðkun listhlaups. Foreldrafundir lengra komna iðkenda verður tvískiptur, A og B hópa og svo C hópa. Mikilvægt er að foreldrar iðkenda listhlaupadeildar mæti því farið er yfir skautaveturinn sem framundan er, hvað verður að gerast í vetur, hvaða dagsetningar er mikilvægt að muna, verða grunnpróf í desember.

Foreldrafundur C-hópa verður mánudagskvöldið 11 október klukkan 20.00-21:00, fundarherbergi SA

Foreldrafundur byrjenda (D-hópa) verður miðvikudaginn 13 október klukkan 16:40-17:20, fundarherbergi SA

Foreldrafundir A og B hópa verður miðvikudagskvöldið 13 október klukkan 20.00-21:00, fundarherbergi SA

Jötnar tapa fyrir Birninum með einu marki

Í kvöld mættust Jötnarnir og Björninn hér í Skautahöllinni, en þetta var fyrsti heimaleikur Jötnanna.  Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda.  Liðin skiptust á að skora og aldrei skyldi meira en eitt mark liðin að.  Björninn bar þó sigur úr býtum, 6 – 5 í leik þar sem allt gat gerst.

Það var Josh Gribben sem opnaði markareikninginn með “wrap around-i” óstuddur.  Trausti Bergmann jafnaði leikinn tveimur mínútum síðar og leikar stóðu jafnir 1 – 1 eftir fyrstu lotu.  Það var svo brimbrettakappinn og bílabónarinn Úlfar Andrésson sem náði forystunni fyrir gestina í “power  play”  um miðbik 2. lotu en alls urðu mörkin 6 talsins í lotunni, þrjú hjá hvoru liði.    Hinn ungi og efnilegi Sigurður Reynisson jafnaði leikinn skömmu síðar eftir frákast frá Jóni Gíslasyni, en þess má geta að Reynisson er í 3. flokki og aðeins 15 ára gamall.   Hin mörk Jötnanna í lotunni skoruðu Jón Gíslason og Orri Blöndal.  Mörk Bjarnarins skoruðu Brynjar Bergmann, litli bróðir Trausta, og svo kom Úlli með annað.

Evrópumótið í krullu: Góður árangur Íslendinga

SA-menn stóðu sig vel í C-flokki Evrópumótsins í krullu sem fram fór í Skotlandi á dögunum en komust þó ekki upp í B-flokk.

Leikir helgarinnar

Um helgina fer fram einn leikur í Íslandsmóti meistaraflokks karla þegar SA-Jötnarnir taka á móti Birninum í Skautahöllinni á Akureyri kl. 17:30.  Jötnarnir komu á óvart í fyrsta leik mótsins með sigri á SR og það verður því forvitnilegt að fylgjast með þeim um helgina.  Bjarnarmenn eru að koma norður aðra helgina í röð og ætla sér væntanlega að krækja í einhver stig að þessu sinni, en þeir riðu ekki feitum hesti frá viðureign síðustu helgar gegn Víkingunum.

Frostmót SA

Skautahöllinni Akureyri, 30-31 Október. Fyrir A, B og C keppendur

Lokadagur Skráninga og greiðslu keppnisgjalda er 04.10.2010

Skrá skal keppendur í linknum hér til vinstri undir "skráning keppenda" og leggja inn á reikning 1145-26-3770, kt: 510200-3060. Mikilvægt að senda kvittun á didda@samvirkni.is til að staðfesta greiðslu. Keppnisgjald er 2000 kr. Ef ekki er búnið að skrá sig og borga keppnisgjaldið þegar skráningafrestur rennur út er litið svo á að viðkomandi skautari ætli ekki að taka þátt. Ekki verður hægt að skrá sig eftir að frestur rennur út. 

Greiðsluáskorun vegna ÓGREIDDRA vor og sumaræfinga

Þeir sem skulda æfingagjöld vegna vor og sumaræfinga og ístíma eru vinsamlegast beðnir að gera skil fyrir næstu mánaðarmót. Með rukkunar kveðju, Gjaldkeri Hokkídeildar.

Myndir frá leik helgarinnar

Sigurgeir Haraldsson, annar tveggja hirðljósmyndara Skautafélagsins, mætti á leik Víkinganna og Bjarnarins á laugadagskvöldið og tók nokkrar skemmtilegar myndir og hefur bætt þeim við í myndasafnið hér á siðunni - myndirnar má einnig sjá hér.