Listhlaup heima, hokkí syðra, styttri opnun

Nóg að gera um helgina, bæði hjá listskauturum og hokkíspilurum. Haustmót ÍSS á Akureyri, 3. flokkur í hokkíinu að keppa syðra. Stytt opnun fyrir almenning í dag vegna mótsins.

Mammútar sigruðu Garpa

Einn leikur fór fram á Akureyrarmótinu í krullu í gærkvöldi.

Krullukvöld á Strikinu

Styrktarkvöld vegna þátttöku krullulandsliðsins í EM. Happdrættisvinningar að verðmæti 100.000 krónur.

Akureyrarmótið í krullu: Úrslit 1. umferðar

Akureyrarmótið í krullu hófst í kvöld. Sex lið taka þátt.

4. flokkur: Frábær helgi hjá SA

Um liðna helgi fór fram Bikarmót hjá 4. flokki í Skautahöllinni á Akureyri. SA vann bæði keppni A- og B-liða.

Akureyrarmótið í krullu hefst í kvöld

Sex lið eru skráð til leiks. Leikin verður einföld umferð, allir við alla á mánudagskvöldum.

Haustmót ÍSS á Akureyri

Um komandi helgi fer fram Haustmót ÍSS í listhlaupi á skautum í Skautahöllinni á Akureyri. Dagskráin komin á netið.

Björninn - Jötnar 5-1

Jötnar heimsóttu Björninn í Egilshöllina í gær. Bjarnarmenn sigruðu 5-1. Ásynjur sigruðu Björninn í mfl. kvenna, 2-4. Nánar verður sagt frá þeim leik um leið og leikskýrslan verður aðgengileg á vef ÍHÍ.

Fyrsta innanfélagsmótið í vetur

Um liðna helgi fór fram innanfélagsmót í íshokkí hjá 4., 5. og 6. flokki. Mótin verða á dagsrká mánaðarlega, að minnsta kosti fram að áramótum. Skipt var í tvær deildir, annars vegar 4. flokk og hins vegar 5. og 6. flokk. Skipt var í þrjú lið innan hvorrar deildar.

Akureyri: Helgarmót í 4. flokki

Fyrsta helgarmótið hjá 4. flokki á þessari leiktíð fer fram í Skautahöllinni á Akureyri núna um helgina, laugardaginn 22. september og sunnudaginn 23. september.