Smiley is back!

Ásynjur sigruðu SR með tíu mörkum gegn engu í gærkvöldi. Sarah Smiley lék sinn fyrsta leik í langan tíma og skoraði tvö mörk.

Team Helgi vann Magga Finns mótið

Helgi Gunnlaugsson og félagar unnu þrjá leiki og gerði eitt jafntefli, fengu Magga Finns bikarinn eftir sigur í úrslitaleik gegn SA. Reyndar fengu þeir ekki rétta bikarinn, en það er önnur saga...

Gamlir taktar teknir fram

Misjafnlega gamlir og mishraðir hokkímenn mættust á svellinu í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld þegar minningarmót um Magnús E. Finnson hófst. Mikið var skorað, hart tekist á en vonandi allir vinir þegar heim var haldið. Sumir ef til vill meiri vinir en aðrir, ef marka má myndina...

Víkingasigur í Laugardalnum

Víkingar lentu tveimur mörkum undir en sigruðu SR með þriggja marka mun.

Magga Finns mótið: Breyting á leikjadagskrá (uppfært föstudag)

Þar sem liðunum hefur fækkað um eitt breytist mótið, allir spila við alla og því komin ný leikjadagskrá.

Myndir: Jötnar - Fálkar

Myndasafn frá Ásgrími Ágústssyni er komið inn á vefinn hjá okkur.

Tap gegn Fálkum, 5-7 (2-3, 2-2, 1-1)

Jötnar máttu játa sig sigraða gegn Fálkum í markaleik í Skautahöllinni á Akureyri í gær, 5-7.

Myndir Jötnar - Fálkar 22.1.2013

Myndir komnar inn.

Bautamótið - myndir frá Ása ljós

Eins og við sögðum frá um liðna helgi þegar við birtum nokkrar myndir frá Bautamótinu þá sást til "alvöru" ljósmyndara á svæðinu. Þar var á ferðinni Ásgrímur Ágústsson - Ási ljós - og eru nú komnar 50 myndir frá honum í albúm.

Jötnar mæta Fálkum í kvöld

Í kvöld fer fram einn leikur í Skautahöllinni á Akureyri á Íslandsmótinu í íshokkí. Jötnar og Fálkar mætast í mfl. karla. Leikurinn hefst kl. 19.30.