07.03.2013
Föstudaginn 8. mars - á alþjóðlegum baráttudegi kvenna - fer fram úrslitaleikur Íslandsmótsins í íshokkí kvenna. Leikurinn fer fram í Skautahöllinni á Akureyri og hefst kl. 20.00 – ef veður og færð leyfa.
Vakin er athygli á að skautadiskó fellur niður að þessu sinni vegna leiksins.
05.03.2013
Um liðna helgi fór fram innanfélagsmót í 3., 4. og 5. flokki í íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri.
05.03.2013
Leik Jötna og Fálka í deildarkeppni meistaraflokks karla á Íslandsmótinu í íshokki sem vera átti í kvöld, þriðjudaginn 5. mars, hefur verið frestað vegna veður- og færðarútlits.
04.03.2013
Ynjur sigruðu SR með 19 mörkum gegn engu í Skautahöllinni í Laugardal á laugardag. Fjórir leikmenn liðsins skoruðu sitt fyrsta meistaraflokksmark í leiknum.
02.03.2013
Víkingar enduðu deildarkeppnina í meistaraflokki karla á Íslandsmótinu í íshokkí með viðeigandi hætti, skoruðu í markvarðarlaust mark Bjarnarins þegar hálf mínúta var eftir af leiknum. Lokatölur: Björninn - Víkingar 3-4.
02.03.2013
Víkingar og Ynjur halda suður yfir heiðar í dag til að mæta Reykjavíkurliðunum. Víkingar leika hreinan úrslitaleik gegn Birninum í Egilshöllinni um deildarmeistaratitilinn og oddaleiksréttinn í úrslitakeppninni. Ynjur leika gegn SR í Laugardalnum.
27.02.2013
Jötnar sigruðu Húna á Íslandsmótinu í íshokkí í gærkvöldi í leik sem skipti engu máli upp á röð liðanna í deildinni.
26.02.2013
Vilhelm Már Bjarnason, þjálfari U-18 landsliðs karla í íshokkí, hefur valið landsliðshópinn fyrir þátttöku í HM. Fjórir SA-menn eru í liðinu.
26.02.2013
Jötnar og Húnar mætast í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld kl. 19.30.
25.02.2013
Ynjur sigruðu SR með tíu mörkum gegn engu í Laugardalnum í gærkvöldi.