Bjarnarmenn sterkari

Jötnar og Björninn mættust í meistaraflokki karla á Íslandsmótinu í íshokkí í gærkvöldi. Björninn vann öruggan sigur, 1-7.

Tveir leikir á laugardag

Það er sannkölluð hokkíhelgi framundan í Skautahöllinni á Akureyri. Jötnar og Ynjur taka á móti Bjarnarfólki á laugardag. Hokkíáhugafólk ætti ekki að láta þessa leiki framhjá sér fara. Á meðan þau eldri spila á Akureyri verða yngstu iðkendurnir í eldlínunni syðra.

Landsliðsæfingar karla á Akureyri

Núna um helgina verður landslið karla í íshokkí við æfingar í Skautahöllinni á Akureyri.

Guðrún Marín til Finnlands

Ynjur sjá á eftir sterkum leikmanni úr sínum röðum til Finnlands, en þar ætlar Guðrún Marín Viðarsdóttir að reyna fyrir sér með liði Rauma í næstefstu deild í Finnlandi. Stefnan er sett á efstu deildina.

Myndir Jötnar - Húnar 20.11.2012

Horfnir á 60 sekúndum

Jötnar töpuðu fyrir Húnum, 3-5, í kvöld. Fjögur mörk voru skoruð á síðustu fjórum mínútum leiksins, Jötnar jöfnuðu með tveimur mörkum með 16 sekúndna millibili, en Húnar slökktu vonir heimamanna með tveimur mörkum á lokamínútunni.

Jötnar mæta Húnum í kvöld

Í kvöld kl. 19.30 fer fram einn leikur í mfl. karla á Íslandsmótinu í íshokkí. Jötnar og Húnar mætast í Skautahöllinni á Akureyri.

Víkingar og Ásynjur með sigra syðra (uppfærð með markaskorurum Ásynja)

Víkingar sóttu þrjú stig í Egilshöllina í kvöld með 4-7 sigri á Húnum. Lars Foder skoraði þrjú mörk. Ásynjur unnu öruggan 17 marka sigur á SR. Sólveig Smáradóttir með fjögur mörk.

Hokkífólk á suðurleið

Víkingar og Ásynjur heimsækja Reykjavíkurliðin í kvöld. Landsliðshelgi hjá kvennalandsliðinu.

Innanfélagsmót 4. flokks og 5A

Appelsínugulir unnu báða leikina að þessu sinni og hafa tryggt sér sigur í haustmótinu.