23.12.2012
Anna Sonja Ágústsdóttir og Ómar Smári Skúlason eru hokkífólk ársins 2012 hjá Skautafélagi Akureyrar. Þau eru bærði 24 ára og voru bekkjarfélagar í fimm ár í Hrafnagilsskóla. Anna Sonja er jafnframt íshokkíkona ársins á Íslandi 2012, valin af ÍHÍ.
22.12.2012
Jötnar luku árinu 2012 með stæl þegar þeir heimsóttu Fálka í Skautahöllina í Laugardal og fóru þaðan með fjórtán marka sigur. Lars Foder skoraði fjögur og átti tvær stoðsendingar.
20.12.2012
Í dag kl. 17.30 verður íshokkífólk ársins í karla- og kvennaflokki úr röðum hokkídeildar SA heiðrað við stutta athöfn í Skautahöllinni á Akureyri.
17.12.2012
Um liðna helgi fóru fram síðustu innanfélagsmótin á þessu ári. Á laugardag voru það 4. flokkur og 5. flokkur A, og svo 5. flokkur B, 6. og 7. flokkur á sunnudag. Í lokin var verðlaunaafhending og viðurkenningar til einstakra leikmanna og svo að sjálfsögðu kakó og kleinur.
16.12.2012
Ásynjur eru enn með örugga forystu á Íslandsmótinu í íshokkí eftir stórsigur á Birninum í gærkvöldi. Diljá Sif (Ás)Ynja skoraði sex af þrettán mörkum liðsins.
16.12.2012
Jötnar sigruðu Húna örugglega í leik liðanna í Skautahöllinni í gærkvöldi. Lokatölur: 10-2. Fyrsta markið skorað áður en áhorfendur náðu að depla auga.
15.12.2012
Skautahöllin á Akureyri, laugardagur 15. desember.
Mfl. karla, kl. 16.30: Jötnar - Húnar
Mfl. kvenna, kl. 19.00: Ásynjur - Björninn
15.12.2012
Skiptimarkaður verður fyrir íshokkíbúnað á æfingatímum yngri flokka sunnudaginn 16. desember.
14.12.2012
Anna Sonja Ágústsdóttir, leikmaður Ásynja, hefur verið valin íshokkíkona ársins af ÍHÍ. Hún er fyrst kvenna til að hljóta þessa nafnbót oftar en einu sinni.
12.12.2012
Rússlandsfararnir eru komnir heim reynslunni ríkari og með margar góðar minningar. Einn leikmaður SA, Sveinn Verneri Sveinsson, var valinn maður leiksins í einum leiknum.