21.09.2012
Um liðna helgi fór fram innanfélagsmót í íshokkí hjá 4., 5. og 6. flokki. Mótin verða á dagsrká mánaðarlega, að minnsta kosti fram að áramótum. Skipt var í tvær deildir, annars vegar 4. flokk og hins vegar 5. og 6. flokk. Skipt var í þrjú lið innan hvorrar deildar.
20.09.2012
Fyrsta helgarmótið hjá 4. flokki á þessari leiktíð fer fram í Skautahöllinni á Akureyri núna um helgina, laugardaginn 22. september og sunnudaginn 23. september.
20.09.2012
Leik Víkinga og Fálka var aflýst, Fálkar gáfu leikinn.
15.09.2012
Ynjurnar úr SA sigruðu lið SR 4-1 í mfl. kvenna á Íslandsmótinu í íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld. Eftir markaleysi í fimmtíu mínútur skoruðu Ynjurnar fjögur mörk á rúmum fimm mínútum áður en SR svaraði með marki í blálokin.
15.09.2012
Víkingar unnu stórsigur á SR-ingum í mfl. karla á Íslandsmótinu í íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri í dag, 10-1. Tíu leikmenn Víkinga skoruðu eitt mark hver.
13.09.2012
Skautahöllin á Akureyri, laugardaginn 13. október.
Kl. 16.30: Jötnar - Fálkar, mfl. kk.
Kl. 19.30: Ásynjur - SR, mfl. kvk.
12.09.2012
Skautahöllin á Akureyri, þriðjudaginn 18. september kl. 19.30, mfl. karla: Víkingar - Fálkar
11.09.2012
Laugardaginn 15. september verður sannkölluð hokkíveisla í höllinni - tveir meistaraflokksleikir í boði og engin afsökun fyrir því að mæta ekki og hvetja liðin okkar. Athugið: Breyting á kvennaleiknum, Ynjur spila við SR (ekki Ásynjur).
10.09.2012
Víkingar byrjuðu Íslandsmótið af krafti og náðu þriggja marka forskoti gegn Birninum í fyrsta leik Íslandsmótsins, en Bjarnarmenn svöruðu með fjórum mörkum. Lokatölur 4-3.
07.09.2012
Íslandsmótið í íshokkí er hafið. SA Víkingar spila syðra um helgina.