Ynjur unnu og Jötnar töpuðu

Leikirnir á móti Birninum í gær fóru báðir 5 - 1. Þeim fyrri töpuðu Jötnar þrátt fyrir ágætis spretti, voru fáliðaðir og urðu fljótt þreyttir. Þeir héldu ágætlega í við Bjarnarmenn fram í 2. lotu en síðan fór að síga á ógæfuhliðina.

Leikir í dag hjá Ynjum og Jötnum - Hokkíhelgi

Jötnar og Ynjur eru nú sunnan heiða, en liðin munu etja kappi við Björninn í Grafarvogi í dag. Jötnar hefja leikinn kl. 16:30 en þetta er í fyrsta skiptið í vetur sem þeir mæta Birninum.

BAUTAMÓTIÐ 24. og 25. september

Nú um helgina fer fram hið árlega BAUTAMÓT í íshokkí, en það er 4.flokkur barna sem etur þar kappi.

Víkingar og Jötnar áttust við í gær

Í gærkvöldið mættust hér í Höfuðstað hokkísins Víkingar og Jötnar í fyrsta skiptið í vetur. Fyrir leikinn voru Víkingar í neðsta sæti og Jötnar töluvert ofar eftir sigur á Húnum í síðasta leik.

Ynjur unnu stórsigur á Birninum

Á eftir Jötnaleiknum á laugardaginn mættust Ynjur og Björninn í heldur ójöfnum leik.

Jötnar lögðu Húna í gærkvöldi

Í gærkvöldi mætti hið nýja lið Bjarnarins hingað norður og keppti við Jötnana. Leikurinn var frekar jafn í upphafi en Jötnarnir voru sterkari þrátt fyrir góða spretti Húnanna.

2 leikir á morgun laugardag

Á morgun laugardag eru tveir leikir hér í skautahöllinni.

Úrslit gærkvöldsins

Íslandsmótið í íshokkí hófst í gærkvöldi hér á Akureyri þegar Björninn hingað norður með bæði karla og kvennaliðin sín. Karlarnir riðu á vaðið í leik sem var lítið fyrir augað og greinilegt að menn eru enn ryðgaðir eftir sumarið.

Áfrýjunardómstóll dæmir SA í vil

Síðastliðinn þriðjudag lá loks fyrir niðurstaða í dómsmáli sem SR höfðaði gegn okkur eftir úrslitakeppnina vegna Josh.  Eftir að dómstóll ÍSÍ dæmdi okkur í vil í vor áfrýjuðu SR-ingar og það var ekki fyrr enn nú sem niðurstaða lá fyrir.  Niðurstaða áfrýjunardómstólsins var samhljóða fyrri niðurstöðu.

Í dómnum segir m.a.:

"Samkvæmt 1. mgr. 10.7.2 gr. reglugerðar Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) um félagaskipti skulu erlendir leikmenn leika að minnsta kosti einn leik í hverri umferð sem spiluð er fram að úrslitakeppni eftir 1. nóvember til að teljast gjaldgengir í úrslitakeppni. Missi leikmaður úr umferð vegna meiðsla eða leikbanns tapar hann ekki gjaldgengi sínu til þátttöku í úrslitakeppni.
Fallist er á með stefnda að tilgangur fyrrnefnds reglugerðarákvæðis sé að koma í veg fyrir að félög skrái leikmenn fyrir 1. nóvember ár hvert án þess að fá þá til landsins og mæti síðan með þá beint í úrslitakeppni. Svo háttar ekki til um leikmann þann er hér um ræðir, Joshua John Gribben, en ágreiningslaust er með aðilum að hann hafi verið búsettur hérlendis í þrjú ár og annast þjálfun fyrir stefnda auk þess að leika með liði hans.
Í málinu liggur fyrir læknisvottorð, dagsett 22. mars 2011, þar sem fram kemur að fyrrnefndur leikmaður hafi orðið fyrir skaða á hægri öxl 2. október 2010 eftir fall í íshokkíleik. Hann hafi verið í sjúkraþjálfun síðan þá, sem gengið hafi ágætlega, en hann hafi þó ekki náð sér að fullu. Hafi leikmaðurinn enn skerta hreyfigetu í öxlinni á útgáfudegi vottorðsins og fái verki er hann beitir hægri hendinni. Hafi þessi áverki komið í veg fyrir að leikmaðurinn gæti keppt í íshokkí að fullu „nú í vetur“. Þá liggur jafnframt fyrir vottorð um sjúkraþjálfun leikmannsins vegna áverkans á öxlinni.
Með ofangreindu læknisvottorði er að mati dómsins nægjanlega í ljós leitt af hálfu stefnda að umræddur leikmaður hafi misst úr umferðum í undankeppni Íslandsmótsins
vegna axlarmeiðslanna, en af því leiðir að hann tapaði ekki gjaldgengi sínu til þátttöku í úrslitakeppni Íslandsmótsins.
Með þessum athugasemdum, en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms, er niðurstaða hans staðfest."

3. í úrslitum SA-Björninn

Þá er 3. leik í úrslitum lokið með glæsilegum sigri SA. Til hamingju. Myndir úr leiknum eru hér.