Skráning í fyrstu ferð vetrarins hjá 5-6-7 flokk

Nú er komið að skráningu krakka í 5-6-7 flokk og byrjendur fyrir mót í skautahöllinni Laugardal 9-11 okt 2009.Rútan mun leggja af stað frá skautahöllinni um kl 13 á föstudeginum og það verður  gist  á Farfuglaheimilinu í  Laugadalnum.   

Það þurfa ALLIR að vera búnir að skrá sig fyrir kl 17 sunnudaginn 25 september.

1 Leikur S.A.í deildinni á laugardaginn 19 sept. kl17:30

Laugardaginn 19 sept. mun meistaraflokkur S.A. fá Björninn í heimsókn. Leikurinn hefst stundvíslega kl 17:30..

Aðalfundur foreldrafélags hokkídeildar S.A.

Aðalafundur Foreldrafélags hokkídeildar S.A. verður haldinn miðvikudaginn 16 september kl 20 í fundarherbergi skautahallarinnar

Foreldrar fundur með þjálfara 3.-7. flokkur

Sara og þjálfararnir ætla að halda fund með foreldrum iðkennda og fara yfir helstu málin s.s. fyrirkomulag æfinga í vetur, keppnisferðir ofl.

Fundur með 5.6. og 7 flokkur er kl 19:30 mánudaginn  7 sept. Fundarherbergi skautahallarinnar.

Fundur með 3. og 4. flokk er kl 20:00 mánudaginn 7 sept. Fundarherbergi skautahallarinnar

 

Skiptimarkaður núna á laugardag !

Skiptimarkaður fyrir notaðan hokkíbúnað verður haldinn laugardaginn 5. september milli kl 13 og 16.
Gott tækifæri til að endurnýja búnað og losa sig við gamla dótið. 

Old Boys "íshokkí námskeið"

Nú á að kenna okkur Old Boys spilurum betri skautatækni, skottækni og umfram allt staðsetningar og spil, ekki slæmt? (eða ekki veitir af). Reiknað er með tveimur síðustu vikunum í ágúst og verður æft 3x í viku og tveir tímar í senn. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að hafa samband við Björn Guðmundsson í síma 869-5060 til að skrá sig eða fá nánari útskýringar.

"Myndband" úr leikjum mfl. karla 2009

Þá er komið á YouTube,  myndband sem er í raun ekki myndband, heldur um 250 ljósmyndir teknar á leikjum meistaraflokks karla í vetur. Þær eru síðan settar saman í myndasýningu þar sem hver mynd er innan við 1 sek. á skjánum. Undir þessum myndum spilar lítt þekkt rokkhljómsveit frá Svíþjóð, Black Ingvars! Lagið hafa flestir heyrt. Þá er bara að smella hér, http://www.youtube.com/watch?v=Yntf_fnQ56k 

AÐALFUNDUR HOKKÍDILDARINNAR VERÐUR ÞANN 30. APRÍL

Fimmtudaginn 30. apríl verður aðalfundur hokkídeildarinnar haldinn í fundarherbergi Skautahallarinnar kl.20,00. Fundarefni, kosning stjórnar og önnur venjuleg aðalfundarstörf.     kveðja, Stjórn Hokkídeildar.

Flöskusöfnun 29 april kl 17:00

Foreldrafélagið stendur fyrir flöskusöfnun 29 april kl 17:15.  Allir iðkenndur 16 ára og yngir geta tekið þátt, fínt að safna upp í sumarnámskeiðið!

Gjaldkeraskipti hjá foreldrafélagi hokkídeildar.