Karfan er tóm.
Vegna Bautamótsins á laugardag fellur niður æfing hjá markmönnum og 5 flokkur á að mæta á æfingu með 6 flokk kl 11 á sunnudag.
Það er hokkíveisla í Skautahöllinni þessa helgi. Hún byrjaði með leik í 3.fl. rétt fyrir 10 í gærkvöldi ( já þið lásuð þetta rétt ) og hélt áfram í morgun kl. 08,00 og verður svo fram haldið í dag og svo er leikið til úrslita í fyrramálið, dagskránna má skoða hér.
Kl 21.10 í kvöld er svo Leikur í Meistaraflokki karla þar sem eigast munu við SA-Víkingar og Björninn sem kemur til að sjá og sigra ( sá það á heimasíðu þeirra ) en nokkuð er víst að Víkingar munu að fornum sið berjast til síðasta dropa og hvergi gefa eftir. Hörkuskemmtun í Skautahöllinni og skorað á fylgismenn og aðdáendur að mæta og standa fyrir stemmingu sýnu liði til stuðnings. Áfram SA ..........