Myndir úr leik helgarinnar Jötnarnir Vs Björninn

Þá eru komnar nokkrar myndir úr leik Jötna og Bjarnarins sem fór fram á laugardaginn. Þær eru hér

Mót hjá 5-6-7 flokk á Akureyri fellur niður

Þetta mót fellur niður og verður í nóvember.

 

Úrslitakeppni mfl.kv.: SA - Björninn 5-1 !!!

Annar leikur SA og Bjarnarins í úrslitakeppni meistaraflokks kvenna endaði með stórsigri heimaliðsins, SA skoraði 5 mörk gegn einu marki Bjarnarins. Glæsilegur sigur sem tryggir SA oddaleik um titilinn á fimmtudagskvöld. SA var betra liðið meirihluta leiksins.

SA - Björninn 5-1
Staðan í einvíginu 1-1
Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Egilshöll fimmtudagskvöldið 15. apríl.

3. leikhluti: SA-Björninn 3-0
2. leikhluti: SA-Björninn 0-1
1. leikhluti: SA-Björninn 2-0

SA
Guðrún Blöndal 1/1
Sarah Smiley 1/1
Linda Brá Sveinsdóttir 1/0
Þorbjörg Eva Geirsdóttir 0/1
Birna Baldursdóttir 1/0
Hrund Thorlacius 1/0
Refsing: 26 mínútur
Varin skot: 14

Björninn
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 1/0
Vala Stefánsdóttir 0/1
Refsingar: 10 mínútur
Varin skot: 33

Úrslitakeppni kvenna: Leikur 2 - uppfært reglulega, ýtið á f5

Annar leikur SA og Bjarnarins hefst kl. 19.15. Fylgst verður með gangi mála hér á heimasíðunni í beinni útsendingu. Ýtið á f5 til að fá nýjustu uppfærslu. Liðsskipan beggja liða má finna neðst í þessari frétt.

Myndir úr leik SA - STORM

Þá eru nokkrar myndir komnar á síðuna úr leiknum við finnana. Þær má skoða hér.

Myndir, myndir, myndir.

Myndir úr fimmta og síðasta leik í úrslitum milli SA og Bjarnarins ásamt verðlaunaafhendingu eru hér.

SA sigraði Björninn og tryggði sér oddaleik á miðvikudagskvöld

SA sigraði Björninn 3-2 í fjórða leik liðanna í úrslitum Íslandsmótsins sem fram fór í Egilshöllinni í Reykjavík í kvöld og er staðan í einvíginu þá orðin 2-2. Oddaleikurinn fer fram í Skautahöllinni á Akureyri á miðvikudagskvöld (nánar um tímasetningu síðar.). Skautafélagsfólk, velunnarar og Akureyringar allir eru hvattir til að mæta.

Ekki verður af Rútuferð á 3. leik í úrslitum í Reykjavík!

Ekki varð næg þáttaka svo það verður ekki af þessu.  )O:

Ef næg þáttaka fæst er stefnt að því að fara með rútu til Reykjavíkur að horfa á 3. leik í úrslitum, sunnudaginn 7 mars.

Vor og sumaræfingabúðir kynningarfundur

Sara þjálfari boðar foreldra barna fædd '97, - '02 á fund núna á þriðjudaginn 23 feb í fundarherbergi skautahallarinnar.  Fyrri fundurinn verður kl 17:00 og seinni fundurinn kl 18:00, menn mæta bara á þeim tíma sem er hentugri.  Fundarefni er æfingarbúðir núna í vor og eins verður kynning á þeim æfingabúðum sem eru í boði núna í sumar.

Myndir úr leik SA - Björninn 16.2.

Myndirnar má skoða hér.