Karfan er tóm.
STELPUHOKKÍDAGURINN verður haldinn laugardaginn 30.október n.k. milli 13.00 og 15.00 í Skautahöllinni á Akureyri.
Allar stelpur, sérstaklega á aldrinum 6-12 ára, eru boðnar velkomnar til að koma og prófa íshokkí. Þær geta hitt stelpur sem eru að æfa og fengið byrjendaleiðsögn í þessari skemmtilegu íþrótt. Landsliðsstelpurnar okkar verða á staðnum og fá allir sem vilja tekna ljósmynd af sér með þeim í landsliðstreyju. Foreldrum verður boðið upp á kaffi á meðan. Auglýsing
Annar leikur SA og Bjarnarins í úrslitakeppni meistaraflokks kvenna endaði með stórsigri heimaliðsins, SA skoraði 5 mörk gegn einu marki Bjarnarins. Glæsilegur sigur sem tryggir SA oddaleik um titilinn á fimmtudagskvöld. SA var betra liðið meirihluta leiksins.
SA - Björninn 5-1
Staðan í einvíginu 1-1
Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Egilshöll fimmtudagskvöldið 15. apríl.
3. leikhluti: SA-Björninn 3-0
2. leikhluti: SA-Björninn 0-1
1. leikhluti: SA-Björninn 2-0
SA
Guðrún Blöndal 1/1
Sarah Smiley 1/1
Linda Brá Sveinsdóttir 1/0
Þorbjörg Eva Geirsdóttir 0/1
Birna Baldursdóttir 1/0
Hrund Thorlacius 1/0
Refsing: 26 mínútur
Varin skot: 14
Björninn
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 1/0
Vala Stefánsdóttir 0/1
Refsingar: 10 mínútur
Varin skot: 33
Annar leikur SA og Bjarnarins hefst kl. 19.15. Fylgst verður með gangi mála hér á heimasíðunni í beinni útsendingu. Ýtið á f5 til að fá nýjustu uppfærslu. Liðsskipan beggja liða má finna neðst í þessari frétt.