23.03.2012
SA sigraði Björninn í öðrum leik liðanna í úrslitum mfl. kvenna í gærkvöldi. Liðið getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli á morgun.
20.03.2012
SA sigraði Björninn, 7-3, í fyrsta leik í úrslitakeppni meistaraflokks kvenna. "Við höfum leikið betur, en ég er ánægður með að fyrsta leik sé lokið og stressið búið," sagði þjálfari SA að leik loknum. Birna Baldursdóttir skoraði þrjú mörk í kvöld.
20.03.2012
Leikur SA og Bjarnarins hófst í Skautahöllinni á Akureyri um kl. 19.40.
18.03.2012
Fyrsti leikur í úrslitakeppni meistaraflokks kvenna verður í Skautahöllinni á Akureyri þriðjudagskvöldið 20. mars og hefst kl. 19.30.
18.03.2012
Stelpurnar okkar enduðu í 4. sæti í II. deild B á Heimsmeistaramótinu. Anna Sonja valin besti varnarmaður mótsins.
18.03.2012
Minningarsjóður Magnúsar Einars Finnssonar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki fyrir verkefni tengdum Skautafélagi Akureyrar. Styrkirnir eru ætlaðir félagsmönnum sem vilja með einhverjum hætti láta gott af sér leiða í þágu félagsins, s.s. er varðar þjálfun, menntun, fræðslu, keppni eða hvað eina annað er tengist félaginu í heild og félagsmönnum þess.
18.03.2012
Afmælis- og árshátíð Skautafélags Akureyrar, allar deildir, félagsmenn og iðkendur fæddir ´99 og eldri.
14.03.2012
Fimm marka tap hjá stelpunum okkar gegn Pólverjum.
11.03.2012
Gestgjafarnir höfðu betur eftir framlengingu og vítakeppni.
11.03.2012
Annar leikur stelpnanna okkar hófst í Seoul kl. 11 í morgun.