20.11.2012
Jötnar töpuðu fyrir Húnum, 3-5, í kvöld. Fjögur mörk voru skoruð á síðustu fjórum mínútum leiksins, Jötnar jöfnuðu með tveimur mörkum með 16 sekúndna millibili, en Húnar slökktu vonir heimamanna með tveimur mörkum á lokamínútunni.
20.11.2012
Í kvöld kl. 19.30 fer fram einn leikur í mfl. karla á Íslandsmótinu í íshokkí. Jötnar og Húnar mætast í Skautahöllinni á Akureyri.
16.11.2012
Víkingar sóttu þrjú stig í Egilshöllina í kvöld með 4-7 sigri á Húnum. Lars Foder skoraði þrjú mörk. Ásynjur unnu öruggan 17 marka sigur á SR. Sólveig Smáradóttir með fjögur mörk.
16.11.2012
Víkingar og Ásynjur heimsækja Reykjavíkurliðin í kvöld. Landsliðshelgi hjá kvennalandsliðinu.
12.11.2012
Appelsínugulir unnu báða leikina að þessu sinni og hafa tryggt sér sigur í haustmótinu.
10.11.2012
Vegna ófærðar hefur leikjum Víkinga og Húna annars vegar og Ásynja og Bjarnarins hins vegar verið frestað.
09.11.2012
Helgarmóti í 4. flokki frestað, innanfélagsmót hjá 4. flokki og 5A í staðinn.
06.11.2012
Helgarmót í 3. flokki fært aftur um viku, frestaðir leikir Jötna og Ynja gegn Birninum settir á laugardaginn 24. nóvember.
04.11.2012
Fjölmargir hokkíkrakkar lögðu leið sína í Skautahöllina á Akureyri í morgun til keppni á innanfélagsmóti. Hér eru örfáar myndir teknar ofan af svölunum í höllinni.
04.11.2012
Ætlunin er að reyna að halda innanfélagsmót í hokkí eins og áætlað var í dag.